Fótbolti

Algarve-hópurinn klár hjá Sigga Ragga

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.

Íslenski boltinn

Veifuðu banönum að Balotelli

Mario Balotelli, leikmaður AC Milan, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Inter er Mílanóliðin áttust við í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.

Fótbolti

Benitez: Verðum að halda áfram

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, segir að sínir menn verði að halda áfram að berjast eða eiga ella á hættu að missa af meistaradeildarsæti. Chelsea tapaði í dag fyrir Manchester City á útivelli, 2-0.

Enski boltinn

Dortmund færir Bayern titilinn á silfurfati

Dortmund missteig sig enn á ný í þýsku deildinni er liðið gerði 1-1 jafntefli við Gladbach á útivelli. Mario Götze kom Dormund yfir úr víti á 31. mínútu en Amin Younes jafnaði leikinn fyrir Gladbach á 61. mínútu.

Fótbolti

Öruggur heimasigur hjá Juventus

Juventus vann í dag 3-0 sigur gegn Siena á heimavelli sínum í Torinó í ítalska boltanum. Stephan Lichtsteiner, Sebastian Giovinco og Paul Pogba skoruðu mörkin hjá Juventus í dag.

Fótbolti

Cardiff með átta stiga forystu

Aron Gunnar Einarsson og Heiðar Helguson komu báðir við sögu í 1-2 sigri Cardiff gegn Wolves í 1. deildinni á Englandi. Aron Gunnar lék allan leikinn hjá Cardiff og Heiðar kom inn á sem varamaður þegar skammt var eftir af leiknum. Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn hjá Wolves.

Enski boltinn

Bale: Tottenham komið fram úr Arsenal

Helsta stjarna Tottenham, Gareth Bale, telur að lið sitt sé komið fram úr Arsenal. Liðin er staðsett nærri hvort öðru í Norður-Lundúnum og hingað til hefur Arsenal haft yfirhöndina í árangri þessara liða. Nú er hins vegar Tottenham fyrir ofan Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þegar síga tekur á lokasprettinn í deildinni.

Enski boltinn

Terry settur á bekkinn gegn City

John Terry missir sæti sitt í liði Chelsea sem mætir Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. David Luiz og Gary Cahill leika í hjarta varnarinnar hjá Chelsea í dag. Demba Ba er einnig í byrjunarliðinu á kostnað Fernando Torres.

Enski boltinn

Toure: Vil ljúka ferlinum hjá City

Yaya Toure, miðjumaðurinn öflugi hjá Manchester City, vill ljúka ferlinum hjá City. Hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð sem varð enskur meistari og er talinn vera einn af betri miðjumönnum deildarinnar.

Enski boltinn

Toure og Tevez sáu um Chelsea

Manchester City heldur lífi í möguleikum sínum á enska meistaratitlinum eftir 2-0 sigur gegn Chelsea á heimavelli í dag. Yaya Toure og Carlos skoruðu mörk City í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Cisse með þrumufleyg í sigri Newcastle

Newcastle fór upp í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-2 sigur gegn Southampton í dag. Leikurinn var afar fjörugur og komust gestirnir yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik þegar Morgan Schneiderlin skoraði. Newcastle sótti í sig veðrið og uppskar á mark á 33. mínútu þegar Moussa Sissoko fylgdi eftir skoti Yoan Gouffran.

Enski boltinn

Real lenti undir en vann

Real Madrid vann góðan 2-1 sigur á Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Fótbolti