Fótbolti

Ferguson elskaði Carragher

Sir Alex Ferguson, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, hafði ekkert nema gott að segja um Jamie Carragher, varnarmann Liverpool, sem leggur skóna á hilluna frægu um helgina.

Fótbolti

Versta byrjun nýliða í hálfa öld

Nýliðar Þórs og Víkings frá Ólafsvík eru enn stigalausir að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla en það er í fyrsta sinn síðan 1963 sem það gerist í efstu deild. Þriðja umferðin fer öll fram í kvöld.

Íslenski boltinn

Breyta Valsmenn hefðinni?

Valsmenn eru með sex stig (fullt hús) í Pepsi-deild karla og það þrátt fyrir að hafa einir liða í deildinni ekki spilað heimaleik í fyrstu tveimur umferðunum. Þetta er þriðja sumarið í röð þar sem Valsmenn eru með fullt hús á þessum tíma en í hin tvö skiptin hefur liðið ekki náð að fylgja þessum sigrum eftir og tapað leikjum sínum í 3. og 4. umferð.

Íslenski boltinn

Bjóðast til að spila leikinn aftur

Forráðamenn kvennaliðs Olympique Lyon hafa boðist til þess að spila aftur undanúrslitaleik Lyon og Montpellier í franska bikarnum en Lyon vann leikinn í vítakeppni. Ein vítaspyrna leikmanna Montpellier í vítakeppninni var ranglega dæmd ógild.

Fótbolti

Chelsea-menn fögnuðu vel sigrinum í Evrópudeildinni

Chelsea varð í kvöld fyrsta enska liðið til að vinna Evrópudeildina síðan að keppnin var endurskírð 2009 og fyrsta enska liðið í tólf ár til að þess að vinna UEFA-bikarinn eða síðan að Liverpool vann gömlu Evrópukeppni félagsliða árið 2001.

Fótbolti

Balotelli labbar útaf næst

Mario Balotelli, framherji AC Milan, hefur ítrekað verið fórnarlamb kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum andstæðinganna síðan að hann snéri aftur til Ítalíu í janúarglugganum. Þetta gerðist síðast á móti Roma á sunnudagskvöldið þar sem þurfti að gera hlé á leiknum til þess að fá stuðningsmenn Roma til að hætta níðsöngvunum um Balotelli og Kevin Prince-Boateng.

Fótbolti

Branislav Ivanovic skellti sér upp á markslána

Branislav Ivanovic var hetja Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Amsterdam í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið með stórglæsilegum skalla á þriðju mínútu í uppbótartíma. Chelsea er því Evrópumeistari annað árið í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra.

Fótbolti

Lampard: Enginn á þetta meira skilið en Ivanovic

Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, var kátur eftir 2-1 sigur á Benfica í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. Chelsea er þar með handhafi beggja Evróputitlanna í fótboltanum því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en seinna í þessum mánuði.

Enski boltinn

Sölvi í hóp hjá FCK

Sölvi Geir Ottesen hefur ekki fengið að spila með FCK síðan í haust en er í hópp fyrir leik liðsins gegn Randers á morgun.

Fótbolti

Rekinn eftir 40 ára starf

Thomas Schaaf, stjóri þýska liðsins Werder Bremen, var látinn taka poka sinn eftir rúmlega 40 ára samfellt starf fyrir félagið.

Fótbolti

Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin

Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma.

Fótbolti