Íslenski boltinn

Rúða brotin í bíl Simmonds

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter

Bradley Simmonds, leikmaður ÍBV, lenti í heldur óskemmtilegri reynslu í gærkvöldi en þá var rúða í bíl hans brotin.

Simmonds er nú staddur í fríi í Englandi vegna landsleikjahlésins í Pepsi-deild karla.

„Einhver mölbraut rúðu í bílnum mínum í gærkvöldi. Einmitt það sem ég þurfti,“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína og bætti við að hann væri bálreiður.

„Ég hef það á tilfinningunni að þetta gæti verið eitthvað persónulegt,“ skrifaði hann svo þegar hann birti meðfylgjandi mynd.

Simmonds hefur skorað tvö mörk í fyrstu sex umferðum deildarinnar en hann kom til liðsins frá QPR í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×