Enski boltinn

Mourinho vill kaupa Schurrle

Andre Schurrle.
Andre Schurrle.

Portúgalinn Jose Mourinho verður á hliðarlínunni á morgun en hann verður þá þjálfari í góðgerðarleik fyrir Michael Ballack, fyrrum leikmann Chelsea.

Hann er með því að standa við loforð sem hann gaf Ballack fyrir mörgum árum síðan. Mourinho mun þá þjálfa úrvalslið leikmanna sem mæta Ballack og vinum hans.

Mourinho er sagður ætla að nýta tækifærið og næla í Þjóðverjann Andre Schurrle í leiðinni. Schurrle er leikmaður Bayer Leverkusen og Chelsea hefur lengi haft áhuga á honum.

Íþróttastjóri Leverkusen hefur þegar staðfest að hann muni eiga viðræður við Mourinho um leikmanninn sem er metinn á 20 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×