Fótbolti

Martinez mun ákveða sig í næstu viku

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, mun taka ákvörðun um það í næstu viku hvort hann mun halda áfram með Wigan. Liðið féll úr úrvalsdeildinni fyrir skömmu. Martinez hefur verið sterklega orðaður við Everton á síðustu dögum.

Enski boltinn

Di Canio úthúðar Phil Bardsley

"Leikmenn sem hegða sér svona spila ekki undir minni stjórn. Með svona hegðun sjá leikmenn sjálfir um að mála sig út í horn," segir Paolo Di Canio knattspyrnustjóri Sunderland.

Enski boltinn

Balotelli og Mexes björguðu Milan

AC Milan var þremur mínútum frá því að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu í næstu leiktíð en tvö mörk undir lokin tryggðu liðinu 2-1 sigur á Siena í lokaumferð ítölsku knattspyrnunnar í kvöld.

Fótbolti

Kempur kvöddu

Enska úrvalsdeildin mun sakna ýmissa kunnulegra andlita á næstu leiktíð. Auk Sir Alex Ferguson, Jamie Carragher og Paul Scholes kvöddu þrír aðrir góðkunningjar knattspyrnuvöllinn.

Enski boltinn

Einn besti hópur sem ég hef haft

"Ég hef oft sagt þeim hve frábærir þeir séu en undanfarna tvo mánuði hafa þeir verið stórkostlegir," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og lofaði leikmenn sína eftir 1-0 sigurinn á Newcastle í dag.

Enski boltinn

Alfreð og félagar úr leik

Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Heerenveen þegar liðið tapaði 2-1 gegn Utrecht í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Fótbolti

Carragher kvaddi með sigri

Liverpool kvaddi einn sinn dáðasta son, Jamie Carragher, þegar liðið lagði QPR að velli 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Enski boltinn

Draumamark Bale dugði ekki til | Myndband

Tottenham lagði Sunderland 1-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Sigurinn dugði liðinu þó ekki til sætis í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þar sem Arsenal stóð sína vakt gegn Newcastle.

Enski boltinn

Lokaumferðin í enska boltanum

Sir Alex Ferguson stýrir Manchester United í síðasta og 1500. skiptið og Arsenal og Tottenham berjast um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni. Lokaumferðin fer fram í dag.

Enski boltinn

Poyet ekki sáttur við klefakúkinn

Enska knattspyrnufélagið Brighton hefur sett í skoðun atvik sem átti sér stað fyrir leik liðsins og Crystal Palace í undanúrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni í vikunni. Starfsmaður Brighton kúkaði á gólfið í búningsherbergi gestanna.

Enski boltinn

Skrautlegt mark Sabrínu

Valur og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í frábærum fótboltaleik. Hér má sjá helstu atvik úr þeim leik sem enginn verður svikinn af.

Fótbolti