Fótbolti

Guardiola lærir þýsku

Pep Guardiola, nýráðinn þjálfari Bayern München, er sestur á skólabekk og ætlar sér að læra þýsku fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Dagar Pearce verða brátt taldir

Töluverðar líkur eru á því að Stuart Pearce, landsliðsþjálfari U-21 Englands, verði ekki áfram með liðið eftir að liðið komst ekki upp úr riðli sínum á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ísrael þessa daganna.

Fótbolti

Risarnir mætast í Krikanum í kvöld

Sjöttu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Víkingar sækja Blika heim, Keflavík fær Fram í heimsókn en stórleikurinn er í Kaplakrika þar sem Íslandsmeistarar FH taka á móti toppliði KR.

Íslenski boltinn

Ólína lék allan leikinn í tapleik Chelsea

Íslenska landsliðskonan Ólína G. Viðarsdóttir var á sínum stað í vörn Chelsea sem tapaði 4-1 fyrir Everton á heimavelli í ensku kvennadeildinni í dag. Edda Garðarsdóttir var allan tímann á varamannabekk Chelsea í dag.

Fótbolti

Mourinho: Ég er ennþá sérstakur

Jose Mourinho, nýráðinn þjálfari Chelsea, segir að hann sé ennþá sérstakur og að það sé erfitt að bera annan þjálfara saman við hann. Mourinho verður við stjórnvölin hjá Chelsea á næsta tímabili en hann stýrði einnig liðinu á árunum 2004 til 2007 með góðum árangri. Mourinho hefur síðan unnið meistaratitla með bæði Inter Milan á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.

Enski boltinn

Villarreal aftur í deild þeirra bestu

Villarreal tryggði sér sæti í deild þeirra bestu á Spáni eftir sigur á Almeria í gærdag. Liðið féll um deild í fyrra en tókst að endurheimta úrvalsdeildarsætið í fyrstu tilraun.

Fótbolti