Enski boltinn

Liverpool á eftir Luis Alberto

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luis Alberto í leik með b-liði  Barcelona.
Luis Alberto í leik með b-liði Barcelona. Mynd / http://www.el-sevillista.net/

Enska knattspyrnuliðið vinnur nú hörðum höndum að því að fá spænska leikmanninn Luis Alberto til liðsins frá Sevilla.

Liverpool mun bjóða um fimm milljónir punda í þennan efnilega leikmann sem var á láni hjá varaliði Barcelona síðastliðið tímabil. Hjá liðinu gerði hann 11 mörk í 37 leiki.

Alberto er tvítugur kantmaður sem gæti bætt sóknarleik Liverpool umtalsvert.

„Það væri fáránlegt af mér að neita félagi eins og Liverpool,“ sagði Alberto við fjölmiðla ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×