Enski boltinn

Mourinho: Ég er sá glaði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mourinho á blaðamannafundinum í hádeginu
Mourinho á blaðamannafundinum í hádeginu Mynd / Getty Images

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hélt í dag sinn fyrsta blaðamannafund sem stjóri liðsins en hann var ráðinn til félagsins fyrir viku.

Mourinho stýrði Chelsea áður á árunum 2004-2007 og er því að snúa til baka á Stamford Bridge.

Síðasta dvöl hans hjá Chelsea einkenndist af mikilli fjölmiðla umfjöllun um Portúgalann og var hann oft skilgreindur sem hrokagikkur.

Frægt er það þegar hann tilkynnti öllum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Chelsea árið 2004 að hann væri sá einstaki.

Í dag fékk hann spurningu úr sal en þá spurði enskur blaðamaður hann hvort hann væri ennþá hinn einstaki.

„Ég er sá glaði,“ svarði Mourinho við góður undirtektir.

„Það er meiri pressa á mér að þessu sinni. Ég hef afrekað mun meira núna en þegar ég tók síðast við liðinu.“

„Tíminn líður hratt og mér líður í raun og það séu aðeins nokkrir dagar frá því að ég sat hér síðast að ræða við blaðamenn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×