Fótbolti

Hef enn trú á liðinu okkar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fer með tap á bakinu á EM í Svíþjóð. Liðið tapaði gegn Dönum í gær, 2-0. Stelpurnar hafa aðeins unnið einn leik af sjö á árinu. Þjálfarinn segist ekki vera af baki dottinn.

Fótbolti

Ef ég næ ekki til hópsins hef ég ekki mikið að gera hér lengur

"Við byrjuðum þennan leik mjög vel og það gekk flest upp sem við vorum að gera. Við komumst í 1-0 og það voru ákveðnar forsendur fyrir því að gera góða hluti en svo einhverra hluta vegna þá hættum við því eftir 20 og eitthvað mínútur og þeir komast inn í leikinn og komast yfir. Í seinni hálfleik vorum við ekki nógu góðir og þeir komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH allt annað en sáttur við leik sinna manna gegn Stjörnunni og tók hann það allt á sig.

Íslenski boltinn

Rakel byrjar í 50. leiknum

Síðasti leikur íslenska kvennalandsliðsins fyrir EM í Svíþjóð hefst nú klukkan 16.00 er stelpurnar okkar spila við Dani í Viborg.

Fótbolti

Neymar þarf að bæta á sig

Læknir á vegum Barcelona telur að Brasilíumaðurinn Neymar myndi hagnast á því að þyngja sig aðeins fyrir hans fyrsta tímabil í Evrópu.

Fótbolti

Framkoma Newcastle léleg

Alan Shearer segir að grafið hafi verið undan knattspyrnustjóranum Alan Pardew með ráðningu Joe Kinnear í stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Newcastle.

Fótbolti

Í námi með Giggs og Neville

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sækir sér nú þjálfaramenntun hjá enska knattspyrnusambandinu en meðal samnemenda hans eru þekkt nöfn úr enska boltanum. "Bara venjulegir gaurar,“ segir Rúnar um þá.

Íslenski boltinn

Ég fékk blóð á tennurnar

Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, hefur verið að finna sig einstaklega vel á tímabilinu og virðist loksins vera að springa út. Leikmaðurinn skoraði þrjú mörk gegn Þór í 7. umferð Pepsi-deildar karla og hefur því verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu.

Íslenski boltinn