Enski boltinn

Juventus ekki búið að gefast upp á Higuain

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þrátt fyrir fréttir þess efnis að Gonzalo Higuain sé við það að ganga til liðs við Arsenal á Englandi eru Ítalíumeistarar Juventus ekki búnir að gefast upp á kappanum.

Higuain er á mála hjá Real Madrid og var fyrst eftir tímabilið sterklega orðaður við Juventus. Tilboði félagsins var hins vegar hafnað og þá kom Arsenal til sögunnar.

„Ég vil ekkert segja því það á enn mikið eftir að gerast,“ sagði framkvæmdarstjórinn Giuseppe Marotta við ítalska fjölmiðla.

Carlos Tevez hjá Manchester City og Fiorentina-maðurinn Stevan Jovetic hafa einnig verið orðaðir við félagið en Moratta vildi lítið segja um þeirra mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×