Enski boltinn

Mikel á leið til Galatasaray

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Obi Mikel er á leið frá Chelsea en hann segir viðræður við Galatasaray langt komnar.

Þetta er haft eftir honum í tyrkneskum fjölmiðlum. „Ég hef spilað lengi með Chelsea og það er tímabært að fara. Ég er enn aðeins 26 ára gamall og það er frábært að hafa fengið tilboð frá Galatasaray, liði sem stendur sig vel og spilar í Meistaradeildinni,“ er haft eftir honum.

Jose Mourinho tók nýverið við stjórn Chelsea á ný en Mikel var keyptur árið 2006 fyrir sautján milljónir punda.

„Viðræður eru langt komnar og Chelsea mun ekki flækja málið. Launamál mín verða heldur ekki til vandræða. Það eina sem eftir er að félögin komist að samkomulagi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×