Fótbolti

Belgar komnir á HM - Lukaku með bæði mörkin

Belgía tryggði sér farseðilinn á HM í Brasilíu með því að vinna 2-1 útisigur á Króatíu í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli. Belgum nægði bara jafntefli en hafa nú átta stiga forskot á Króatíu þegar aðeins einn leikur er eftir.

Fótbolti

Armenar hjálpuðu Dönum - spennuleikur á Parken í kvöld

Armenía vann 2-1 sigur á Búlgaríu í dag í undankeppni HM og þessi úrslit koma sér vel fyrir Dani sem eru að berjast við Búlgara (og Armeníu) um annað sætið í B-riðlinum. Ítalir hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Búlgarar voru með eins stigs forskot á Dani fyrir leiki dagsins.

Fótbolti

Cleverley ekki með Englendingum í kvöld

Tom Cleverley, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, verður ekki með enska liðinu gegn Svartfellingum í kvöld og missir einnig af leiknum gegn Pólverjum á þriðjudagskvöldið vegna meiðsla.

Fótbolti

Hver á að skora fyrir Norðmenn?

Norðmenn gera sér enn vonir um að ná 2. sætinu í E-riðli undankeppni HM. Það gera þeir vinni þeir báða leikina sem þeir eiga eftir. Norðmenn eru í fjórða sæti í E-riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir, stigi á eftir Slóvenum og tveimur stigum á eftir Íslendingum.

Fótbolti

Svona er staðan í Evrópuhluta undankeppni HM 2014

Ísland er ekki eina þjóðin sem er að berjast fyrir farseðli á HM í Brasilíu í kvöld því mikil spenna er í flestum riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir mæta Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 og stíga skref í átt að sumarferð til Brasilíu með sigri.

Fótbolti

Þrjú met í sjónmáli í kvöld

Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvellinum í kvöld í undankeppni HM 2014 og íslensku strákarnir geta sett þrjú "Íslandsmet“ með sigri auk þess að verða skrefi nær því að komast til Brasilíu næsta sumar.

Fótbolti

Okkar strákar eru aðalmarkaskorarar E-riðilsins

Íslenska karlalandsliðið er með fjórtán mörk í fyrstu átta leikjum sínum í undankeppni HM 2014 og er markahæsta liðið í riðlinum ásamt toppliði Sviss sem hefur einnig skorað fjórtán mörk. Það er gaman að skoða listann yfir markhæstu leikmenn riðilsins því þar eru íslensku strákarnir afar áberandi.

Fótbolti

Skagaliðið var brothætt í sumar

Gunnlaugur Jónsson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍA í knattspyrnu og mun því Skagamaðurinn stýra liðinu í 1. deildinni á næstu leiktíð. Gunnlaugur kom HK upp í fyrstu deild í sumar eftir sigur í 2. deildinni en nú er hann kominn heim.

Íslenski boltinn

Ekkert hatur á Laugardalsvellinum á morgun

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir á morgun Kýpur í undankeppni HM fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll en það seldist upp á leikinn fyrir löngu. Íslenska liðið getur stigið skref í átt að því að komast á HM í Brasilíu með sigri.

Íslenski boltinn

Norska knattspyrnusambandið hótar TV 2 lögsókn

Noregur og Ísland mætast í lokaleik sínum í undankeppni HM á Ullevaal-leikvanginum á þriðjudaginn kemur. Norska knattspyrnusambandið hefur brugðist hart við þeirri ákvörðun TV2 sjónvarpsstöðvarinnar að sýna leikinn á hliðarrás. Forráðamenn sambandsins hafa gengið svo langt að hóta sjónvarpstöðinni lögsókn.

Fótbolti