Fótbolti

Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins

Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið.

Fótbolti

Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford

Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins.

Fótbolti

Ingó Veðurguð ráðinn þjálfari Hamars

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars og mun hann verða spilandi þjálfari hjá liðinu í 3. deildinni á næsta tímabili. Þetta staðfesti Ingólfur í samtali við vefsíðuna 433.is í dag.

Íslenski boltinn

Agüero tryggði City þrjú stig í Rússlandi

Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í dag þegar liðið vann 2-1 útisigur á CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. City gat skorað fleiri mörk en slapp síðan með skrekkinn á lokamínútunum.

Fótbolti

Bosnich ekki sáttur við orð Ferguson

Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, er ekki paránægður með Sir Alex Ferguson en sá síðarnefndi lýsir Bosnich sem hræðilegum atvinnumanni og í raun letingja í nýútkominni ævisögu sinni.

Enski boltinn