Fótbolti

Aron Einar vonar að vindinn lægi

Fyrirliði íslenska landsliðsins hefur ekki áhyggjur af þeirri pressu sem er á landsliðinu fyrir leikina gegn Króatíu. Pressan verður mun meiri á andstæðingnum og það þurfa strákarnir að nýta sér.

Fótbolti

17 ára gamalt met í sjónmáli

Karlalandslið Íslands getur á morgun jafnað sinn besta árangur í undankeppni HM. Það gera strákarnir okkar ef þeir gera jafntefli eða vinna sigur á Króötum á Laugardalsvelli.

Fótbolti

Mark Söru dugði ekki til

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrir LdB Malmö í 3-1 tapi gegn Evrópumeisturum Wolfsburg í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í dag. Sænska liðið er úr leik.

Fótbolti

Króatarnir eru mættir

Leikmenn króatíska landsliðsins í knattspyrnu og fylgdarlið eru mætt til landsins. Króatar mæta Íslendingum á föstudag í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM næsta sumar.

Fótbolti

Birkir: Vonandi vanmeta Króatar okkur

„Ég er bara spenntur fyrir þessum leikjum og það sama má segja um allan hópinn,“ segir Birkir Bjarnason, leikamaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2, fyrir æfingu liðsins í gær.

Íslenski boltinn

Valdes: Messi er Guð

Barcelona mun verða án aðstoðar Argentínumannsins Lionel Messi það sem eftir lifir ársins. Besti knattspyrnumaður heims er meiddur.

Fótbolti

Gylfi: Það er bara jákvætt að mikil pressa sé á okkur

"Draumurinn er vissulega að komast á HM, en það er langt í það og við þurfum að byrja á því að spila vel á föstudaginn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í gær.

Fótbolti

O'Neill ætlar ekki að múlbinda Keane

Ákvörðun Martin O'Neill, landsliðsþjálfara Írlands, að ráða Roy Keane sem sinn aðstoðarmann hefur vakið talsverða athygli. Fæstir hafa trú á því að Keane geti verið góður og þægur aðstoðarmaður.

Fótbolti