Fótbolti

Moyes: Við verðum bara að halda áfram

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn tapa öðrum heimaleiknum á aðeins fjórum dögum þegar liðið tapaði 0-1 á móti Newcastle á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Enski boltinn

Alan Pardew: Manchester United á að halda Moyes

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, var ánægður eftir 1-0 sigur Newcastle á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag en Newcastle-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Crystal Palace með annan sigurinn í röð

Tony Pulis er heldur betur farinn að láta til sín taka hjá Crystal Palace en liðið fór úr botnsætinu með sigri á West Ham í vikunni og fylgdi því síðan eftir með því að vinna 2-0 heimasigur á Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski boltinn

Pellegrini: Aguero er betri en Suarez

Flestir stjórar í ensku úrvalsdeildinni væru til búnir að skipta á sínum aðal sóknarmanni og Liverpool-framherjanum Luis Suarez en ekki Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City.

Enski boltinn

Dóttir Van der Vaart fæddist andvana

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart og kona hans Sabine Boularouz syrgja nú dóttur sína sem fæddist andvana í fyrrinótt. Þau staðfestu þetta í yfirlýsingu sem var send þýskum fjölmiðlum í morgun.

Fótbolti

Fyrsti sigur Newcastle á Old Trafford í 41 ár

Newcastle sótti þrjú stig á Old Trafford í fyrsta sinn síðan 1972 þegar liðið vann 1-0 sigur á Manchester United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Frakkinn Yohan Cabaye skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik.

Enski boltinn

Önnur prófraun fyrir Martinez

Roberto Martinez og lið hans, Everton, freistar þess um helgina að fylgja eftir góðum útivallarsigri á Manchester United í vikunni með því að leggja topplið Arsenal í Lundúnum. Everton er eina lið deildarinnar sem hefur tapað færri leikjum á tímabilinu en Arsenal og er nú taplaust í rúma tvo mánuði.

Enski boltinn

Damir fyllir í skarð Sverris Inga hjá Blikum

Miðvörðurinn Damir Muminovic hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun því spila áfram í Pepsi-deild karla næsta sumar. Muminovic lék með með Víkingi Ólafsvík í sumar en liðið féll úr deildinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Breiðabliki.

Íslenski boltinn

Rio fer til Rio

Rio Ferdinand er á leið til Brasilíu næsta sumar þar sem hann verður hluti af fjölmiðlateymi breska ríkisútvarpsins, BBC.

Enski boltinn