Fótbolti

Samningaviðræður við Rooney ekki hafnar

Wayne Rooney hefur farið á kostum á leiktíðinni hjá Englandsmeisturum Manchester United og vonast félagið til að framlengja samning enska landsliðsframherjans á næstunni en hann er samningsbundinn félaginu fram á sumar 2015.

Enski boltinn

Wenger ósáttur við gullboltann

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist ekki vilja sjá neinn vinna gullboltann (ballon d'Or) því hann sé á móti einstaklingsverðlaunum í liðsíþróttinni fótbolta.

Enski boltinn

Motta: PSG vinnur Meistaradeildina

Thiago Motta miðjumaður Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain í fótbolta er ekki í nokkrum vafa með að PSG standi uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í vor. Hann segist að auki ekkert sjá eftir því að hafa valið Ítalíu fram yfir heimaland sitt Brasilíu.

Fótbolti

Martin Jol rekinn

Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur sagt knattspyrnustjóranum Martin Jol upp störfum. Fulham hafði tapað sex leikjum í röð undir stjórn Jol og sá síðasti, 3-0 tap fyrir West Ham var kornið sem fyllti mælinn.

Enski boltinn

Micah Richards að hugsa sér til hreyfings

Enski varnarmaðurinn Micah Richards er farinn að líta í kringum sig og veltir fyrir sér að yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið Manchester City vegna fárra tækifæra á leiktíðinni. Hann segist þó helst vilja leika áfram á Etihad leikvanginum.

Enski boltinn

Fyrsta tap Porto í 54 leikjum

Farið er að hitna undir Paulo Fonseca þjálfara portúgalska stórliðsins Porto eftir 1-0 ósigur gegn Academica í portúgölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Engu að síður var þetta aðeins fyrsta tap liðsins í deildinni í 54 leikjum.

Fótbolti