Fótbolti

John Terry: "Sýndum að City er ekki ósigrandi“

"Sigurinn er afar mikilvægur. City hefur tekið á móti öðrum liðum hérna, slátrað þeim og skorað að vild,“ sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, eftir 1-0 sigur liðsins á Manchester City í toppslagnum á Etihad leikvanginum í kvöld.

Enski boltinn

Chelsea hafði betur í stórslagnum á Etihad

Manchester City hafði skorað í 61 leik í röð þegar lærisveinar Jose Mourinho í Chelsea mættu í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu liðsmenn Portúgalans betur í stórleiknum, nú 1-0.

Enski boltinn

Brottvísun Carroll mótmælt

West Ham hefur látið enska knattspyrnusambandið vita að félagið hafi í hyggju að áfrýja rauða spjaldinu sem Andy Carroll fékk í leik liðsins gegn Swansea um helgina.

Enski boltinn

Juventus sigraði Ítalíuslaginn

Juventus sýndi yfirburði sína í öruggum sigri á heimavelli gegn Inter í ítölsku deildinni í kvöld. Juventus náði þriggja marka forskoti eftir klukkutíma leik en leikmenn Inter náðu að klóra í bakkan þegar korter var til leiksloka.

Fótbolti

Cavani frá næstu vikurnar

Edison Cavani, úrúgvæski landsliðsmaðurinn og leikmaður PSG í Frakklandi meiddist í 2-0 sigri PSG gegn Bordeaux á föstudaginn. Niðurstöður læknisskoðunar hafa leitt í ljós að Cavani verði frá að minnsta kosti í þrjár vikur.

Fótbolti

Belenenses vann mikilvægan sigur

Helgi Valur Daníelsson, Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Belenenses unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Braga í portúgölsku deildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum er Belenenses komið með 15 stig í 17 leikjum, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Fótbolti

Ekkert hik á Bayern Munchen

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir það að Bayern Munchen vinni þýska titilinn annað árið í röð, eftir 19 leiki er liðið með þrettán stiga forskot á Leverkusen í öðru sæti.

Fótbolti

Atlético með þriggja stiga forskot á toppnum

Atlético Madrid slátraði Real Sociedad 4-0 á Vicente Calderon í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Atlético sem komst í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar hefur nú ekki tapað leik síðan 19. október síðastliðinn og ætla liðsmenn Atlético greinilega að taka þátt í baráttunni um titilinn.

Fótbolti

Kolbeinn sat á bekknum í jafnteflisleik

Kolbeinn Sigþórsson sat á varamannabekk Ajax allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Ajax er með tveggja stiga forskot á Vitesse á toppi deildarinnar eftir leikinn.

Fótbolti

Liverpool missteig sig á The Hawthorns

Skelfileg mistök Kolo Toure kostuðu Liverpool stigin þrjú í 1-1 jafntefli Liverpool gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag á The Hawthorns. Liverpool er sex stigum frá toppliði Manchester City eftir leikinn en toppliðin þrjú eiga leik til góða.

Enski boltinn

Eiður Smári skoraði í sigri Club Brugge

Eiður Smári Guðjohnsen var mikilvægur fyrir Club Brugge í kvöld þegar hann kom inná sem varamaður og skoraði fyrsta mark liðsins í 2-1 heimasigri á Mons í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti