Enski boltinn

Vidic segist vera á góðum batavegi

Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, segist enn vera að glíma við hnémeiðslin sem hann hlaut í desember árið 2011. Hann hefur aðeins verið í byrjunarliði Man. Utd í fjórtán leikjum síðan þá.

Enski boltinn

Arsenal getur keppt við risana á leikmannamarkaðnum

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið geti vel keppt við ríkustu félög heims á leikmannamarkaðnum. Arsenal græddi tæpar 18 milljónir punda á síðasta hálfa rekstrarári og eigið fé félagsins um tæpar 124 milljónir punda.

Enski boltinn

Moyes: Fellaini þarf að taka upp hugarfar Messi

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir stjörnuleikmann sinn Marouane Fellaini fá ekki nægjanlega vörn inn á vellinum en að belgíski miðjumaðurinn verði að bregðast við því með því að nálgast leikinn eins og Lionel Messi hjá Barcelona.

Enski boltinn

Mörkin mikilvægu hjá Gylfa og Bale

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Tottenham í kvöld þegar hann jafnaði metin í 2-2 í 3-2 sigri liðsins á West Ham á Upton Park. Tottenham komst upp í þriðja sætið með þessum sigri en sigurmark Gareth Bale var af betri gerðinni.

Enski boltinn

Villas-Boas: Bale er hrikalegur

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, var að sjálfsögðu afar ánægður eftir 3-2 sigur Tottenham á West Ham í kvöld en varamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Gareth Bale tryggðu liðinu sigur eftir að West Ham komst yfir á lokakafla leiksins. Sigurmark Bale var glæsilegt.

Enski boltinn

Bale: Þetta snýst ekki um mig

Gareth Bale er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana og hann var kátur eftir að hafa tryggt Tottenham 3-2 sigur á West Ham á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bale hefur skoraði sex mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Enski boltinn

Gylfi og Bale komu Tottenham upp í 3. sætið

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham þegar liðið vann 3-2 sigur á West Ham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á Upton Park í kvöld. Gareth Bale skoraði tvö mörk fyrir Tottenham þar á meðal frábært sigurmark í blálokin.

Enski boltinn

Messan: Missir Chelsea af Meistaradeildarsæti?

Guðmundur Bendiktsson og Hjörvar Hafliðason tóku Chelsea fyrir í Sunnudagsmessunni í gær. Chelsea tapaði 0-2 á móti Manchester City á sunnudaginn og hefur aðeins náð að vinna einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Enski boltinn

Benitez: Verðum að halda áfram

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, segir að sínir menn verði að halda áfram að berjast eða eiga ella á hættu að missa af meistaradeildarsæti. Chelsea tapaði í dag fyrir Manchester City á útivelli, 2-0.

Enski boltinn

Cardiff með átta stiga forystu

Aron Gunnar Einarsson og Heiðar Helguson komu báðir við sögu í 1-2 sigri Cardiff gegn Wolves í 1. deildinni á Englandi. Aron Gunnar lék allan leikinn hjá Cardiff og Heiðar kom inn á sem varamaður þegar skammt var eftir af leiknum. Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn hjá Wolves.

Enski boltinn

Bale: Tottenham komið fram úr Arsenal

Helsta stjarna Tottenham, Gareth Bale, telur að lið sitt sé komið fram úr Arsenal. Liðin er staðsett nærri hvort öðru í Norður-Lundúnum og hingað til hefur Arsenal haft yfirhöndina í árangri þessara liða. Nú er hins vegar Tottenham fyrir ofan Arsenal í ensku úrvalsdeildinni þegar síga tekur á lokasprettinn í deildinni.

Enski boltinn

Terry settur á bekkinn gegn City

John Terry missir sæti sitt í liði Chelsea sem mætir Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. David Luiz og Gary Cahill leika í hjarta varnarinnar hjá Chelsea í dag. Demba Ba er einnig í byrjunarliðinu á kostnað Fernando Torres.

Enski boltinn

Toure: Vil ljúka ferlinum hjá City

Yaya Toure, miðjumaðurinn öflugi hjá Manchester City, vill ljúka ferlinum hjá City. Hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð sem varð enskur meistari og er talinn vera einn af betri miðjumönnum deildarinnar.

Enski boltinn

Toure og Tevez sáu um Chelsea

Manchester City heldur lífi í möguleikum sínum á enska meistaratitlinum eftir 2-0 sigur gegn Chelsea á heimavelli í dag. Yaya Toure og Carlos skoruðu mörk City í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Cisse með þrumufleyg í sigri Newcastle

Newcastle fór upp í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 4-2 sigur gegn Southampton í dag. Leikurinn var afar fjörugur og komust gestirnir yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik þegar Morgan Schneiderlin skoraði. Newcastle sótti í sig veðrið og uppskar á mark á 33. mínútu þegar Moussa Sissoko fylgdi eftir skoti Yoan Gouffran.

Enski boltinn