Enski boltinn

Leiktíðin á Englandi í hnotskurn

Leiktíðin 2007-08 var viðburðarík í ensku knattspyrnunni. Vísir hefur nú tekið saman upprifjun á helstu viðburðum leiktíðarinnar frá ágúst á síðasta ári til dagsins í dag.

Enski boltinn

Ten Cate rekinn frá Chelsea

Þjálfarinn Henk ten Cate hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea, aðeins fimm dögum eftir að Avram Grant knattspyrnustjóri var látinn taka pokann sinn.

Enski boltinn

Capello ánægður með Terry

Fabio Capello ætlar að gefa leikmönnum Manchester United og Chelsea í enska landsliðinu frí frá æfingaleiknum við Trínídad á fimmtudaginn. Hann var sáttur við frammistöðu enska landsliðsins í 2-0 sigrinum á Bandaríkjamönnum á Wembley í kvöld.

Enski boltinn

Luke Moore til WBA

Framherjinn Luke Moore gekk í dag í raðir West Brom frá Aston Villa fyrir um 3,5 milljónir punda. Moore var á lánssamningi hjá WBA síðustu mánuði og hefur nú gengið formlega í raðir félagsins.

Enski boltinn

Ferguson og Queiroz sluppu

Sir Alex Ferguson og aðstoðarmaður hans Carlos Queiroz sluppu við refsingu vegna ummæla sína um dómara eftir að Manchester United féll úr bikarkeppninni gegn Portsmouth í vor.

Enski boltinn

McBride farinn frá Fulham

Bandaríski landsliðsmaðurinn Brian McBride hefur tilkynnt forráðamönnum Fulham að hann ætli að fara frá félaginu í sumar. McBride á að baki yfir 150 leiki og 40 mörk fyrir Lundúnaliðið. Hann er tíundi leikmaðurinn sem fer frá Fulham eftir að liðið náði að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni í vor.

Enski boltinn

Hetjunum fagnað í Hull

Yfir 100.000 stuðningsmenn Hull fylltu götur bæjarins í dag til að hylla hetjurnar sínar. Hull komst upp í úrvalsdeildina um helgina og keyrði um á þaklausum strætisvagni í dag.

Enski boltinn

Hiddink myndi hafna Chelsea

Umboðsmaður hollenska knattspyrnustjórans Guus Hiddink segir að hann myndi hafna Chelsea ef honum yrði boðin staða knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Enski boltinn

Mourinho útilokar að taka við Chelsea

Jose Mourinho hefur útilokað að taka aftur við liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalinn staðfesti þetta í samtali við Sky í kvöld, en hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag í breskum miðlum undanfarið líkt og margir af færustu stjórum heims.

Enski boltinn

Eriksson að taka við landsliði Mexíkó?

Sven-Göran Eriksson er kominn langt á leið með að samþykkja að taka við mexíkóska landsliðinu í knattspyrnu. Sky fréttastofan hefur þetta eftir fjölmiðlum þar í landi í kvöld. Talið er víst að Eriksson muni láta af störfum hjá Manchester City á næstu dögum eða vikum.

Enski boltinn

Grant orðaður við Manchester City

Breska blaðið Times greinir frá því í dag að eigandi Manchester City sé að íhuga að bjóða Avram Grant að taka við liði sínu. Grant var rekinn frá Chelsea í gær, en talið er að Sven-Göran Eriksson, sitjandi stjóri City, sé orðinn ansi valtur í sessi.

Enski boltinn

Queiroz er inni í myndinni

Carlos Queiroz kemur vel til greina sem eftirmaður Sir Alex Ferguson þegar Skotinn lætur af störfum innan næstu þriggja ára. Þetta staðfesti framkvæmdastjóri Manchester United í samtali við BBC í dag.

Enski boltinn

Wenger vongóður um að landa Nasri

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir líklegt að félagið nái að landa kaupunum á franska landsliðsmanninum Samir Nasri áður en EM í knattspyrnu hefst í næsta mánuði.

Enski boltinn

Doncaster í B-deildina

Doncaster Rovers vann sér í dag sæti í ensku B-deildinni með því að leggja Leeds United að velli 1-0 í úrslitaleik í umspili ensku 1. deildarinnar.

Enski boltinn