Enski boltinn

Sir Alex í tveggja leikja bann

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og sektaður um 10 þúsund pund. Ferguson óð inn á völlinn til að ræða við Mike Dean dómara eftir að United vann Hull þann 1. nóvember.

Enski boltinn

Drogba í þriggja leikja bann fyrir peningakastið

Sóknarmaðurinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir peningakastið í leiknum gegn Burnley í deildabikarnum. Drogba missti stjórn á skapi sínu og kastaði smápeningi í átt að stuðningsmönnum Burnley.

Enski boltinn

David Moyes sektaður

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið sektaður um fimm þúsund pund vegna framkomu sinnar á leik Stoke og Everton í september síðastliðnum.

Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Chelsea, Liverpool og Manchester United unnu andstæðinga sína örugglega um helgina í enska boltanum. Arsenal tapaði hinsvegar á heimavelli gegn Aston Villa.

Enski boltinn

Fletcher: Scholes sá besti

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United er á góðum batavegi en hann hefur verið frá síðan í september. Talið er að hann snúi aftur í lið United í leik gegn Álaborg í Meistaradeildinni 10. desember.

Enski boltinn

Dramani færist nær Stoke

Samkvæmt fréttum frá Gana þá hefur Stoke City loksins náð samkomulagi um kaup á Haminu Dramani, landsliðsmanni frá Gana. Gengið verður frá kaupunum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Enski boltinn

Terry styður valið á Mancienne

John Terry, fyrirliði Chelsea, styður valið á varnarmanninum Michael Mancienne í enska landsliðið. Mancienne er tvítugur og var valinn í hópinn fyrir vináttulandsleik Englands gegn Þýskalandi í Berlín á miðvikudag.

Enski boltinn

Ronaldo segist sá besti

Cristiano Ronaldo segist vongóður um að verða valinn bæði knattspyrnumaður Evrópu og leikmaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Enski boltinn

Barton frá í tvo mánuði

Joey Barton, leikmaður Newcastle, verður frá næstu tvo mánuðina eftir að í ljós kom að hann er með sködduð liðbönd í hné. Hann meiddist í leik Newcastle gegn Wigan um helgina.

Enski boltinn

Capello vill hitta Gerrard

Fabio Capello bað í gær Steven Gerrard, leikmann Liverpool, að koma til móts við sig og enska landsliðshópinn þó svo að hann væri meiddur.

Enski boltinn

Ég er enginn Cantona

Dimitar Berbatov er orðinn leiður á því að vera líkt við goðsögnina Eric Cantona hjá Manchester United ef marka má orð hans í samtali við Daily Telegraph.

Enski boltinn

Sagna meiddur hjá Arsenal

Franski bakvörðurinn Bacary Sagna hjá Arsenal verður frá keppni í nokkarar vikur eftir að hafa meiðst á ökkla í tapinu gegn Aston Villa í gær. Þetta sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins í samtali við BBC.

Enski boltinn

Terry tæpur vegna meiðsla

Óvíst þykir hvort miðvörðurinn John Terry geti tekið þátt í æfingaleik Þjóðverja og Englendinga í næstu viku eftir að honum var skipt af velli vegna meiðsla í 3-0 sigri Chelsea á West Brom í dag.

Enski boltinn