Enski boltinn

Gallas sviptur fyrirliðabandinu

Varnarmaðurinn William Gallas hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal og verður ekki í hóp liðsins sem mætir Manchester City um helginia eftir því sem fram kemur á Sky í dag.

Enski boltinn

Brown frá í fimm vikur

Wes Brown, varnarmaður Manchester United, leikur ekki næstu fimm vikurnar vegna ökklameiðsla sem hafa verið að hrjá hann. Þessi 29 ára leikmaður lék síðast í 1-1 jafntefli gegn Everton þann 25. október.

Enski boltinn

City með risatilboð í Buffon?

Þær sögusagnir gerast æ háværari að Manchester City sé með í undirbúningi risatilboð í Gianluigi Buffon, markvörð Juventus á Ítalíu. Ekkert hefur verið staðfest í þessum efnum en ítalskir fjölmiðlar telja þetta líklegt.

Enski boltinn

Berbatov meiddur

Dimitar Berbatov verður ekki með liði sínu Manchester United þegar það sækir Aston Villa heim í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Enski boltinn

Walcott missir úr margar vikur

Vængmaðurinn Theo Walcott hjá Arsenal og enska landsliðinu verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa farið úr axlarlið á æfingu hjá enska landsliðinu.

Enski boltinn

Sousa tekur við QPR

Paulo Sousa, fyrrum landsliðsmaður Portúgal í knattspyrnu, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri b-deildarliðsins QPR. Hann tekur við starfinu af Ian Dowie sem látinn var fara fyrir nokkru.

Enski boltinn

Brown sektaður

Phil Brown, stjóri Hull City í ensku úrvalsdeildinni, var í dag sektaður um þúsund punda og fékk aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar sinnar þegar hans menn töpuðu 5-0 fyrir Wigan í lok ágúst.

Enski boltinn

Megson hissa á Capello

Gary Megson, stjóri Bolton, segist afar hissa á því að Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands hafi ekki valið Gary Cahill í enska landsliðið.

Enski boltinn

Diarra meiddur á ökkla

Franski miðjumaðurinn Lassana Diarra hjá Portsmouth gæti verið frá næstu þrjár vikurnar. Hann sneri sig á ökkla í markalausa leiknum gegn West Ham síðasta laugardag.

Enski boltinn

Walcott ekki með gegn Þýskalandi

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, fór úr axlarlið á æfingu enska landsliðsins í kvöld. Hann getur því ekki leikið með í vináttulandsleiknum gegn Þýskalandi í Berlín á miðvikudagskvöld.

Enski boltinn