Enski boltinn

Fulham vill fá McBride aftur

Samkvæmt heimildum Sky Sports á Fulham nú í viðræðum við Brian McBride og bandarísku MLS-deildina um að fá leikmanninn að láni frá Chicago Fire áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

Enski boltinn

Ástralir vilja halda HM

Knattspyrnusamband Ástralíu hefur staðfest að það muni sækja um að fá að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fer fram árið 2018.

Enski boltinn

Keane ekki í hóp hjá Liverpool

Írski framherjinn Robbie Keane er ekki í leikmannahópi Liverpool sem mætir Chelsea í stórleik á Anfield Road í dag. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en þetta ýtir undir þann orðróm að framherjinn sé á förum frá félaginu.

Enski boltinn

Benitez: Enginn þrýstingur

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hafnar því að hans menn séu undir þrýstingi fyrir stórleik liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildini á morgun.

Enski boltinn

N'Zogbia á leið til Wigan

Charles N'Zogbia virðist vera að fá ósk sína uppfyllta því samkvæmt heimildum fréttastofu BBC hefur Wigan komist að samkomulagi við Newcastle um kaup á leikmanninum.

Enski boltinn

Defoe frá keppni í þrjár vikur

Framherjinn Jermain Defoe getur ekki leikið með liði sínu næstu þrjár vikurnar eftir að hafa meiðst á fæti á æfingu í dag. Í fyrstu var talið að meiðsli hans væru mun alvarlegri, en þó þykir ljóst að hann muni missa af nokkrum lykilleikjum á næstu vikum.

Enski boltinn

Kovac til West Ham

West Ham hefur gengið frá lánssamningi við tékkneska landsliðsmanninn Radoslav Kovac út leiktíðina en hann kemur frá Spartak í Moskvu.

Enski boltinn

Benitez gagnrýnir Tottenham

Rafa Benitez stjóri Liverpool segist vera ósáttur við vinnubrögð kollega síns Harry Redknapp hjá Tottenham, sem í vikunni lýsti því yfir að hann hefði miklar mætur á framherjanum Robbie Keane.

Enski boltinn