Enski boltinn

Ferdinand alls ekki saddur

„Þeir sigrar sem við höfum unnið á síðustu 12 mánuðum eru frábærir, ef við vinnum samt ekki meira á þessu tímabili verð ég fyrir miklum vonbrigðum," segir Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United.

Enski boltinn

Gallas ekki með gegn West Brom

Franski varnarmaðurinn William Gallas verður ekki í liði Arsenal annað kvöld þegar það mætir West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Gallas er meiddur á ökkla og talið er að það komi í hlut Johan Djorou taki stöðu hans í liðinu.

Enski boltinn

Behrami óbrotinn

Miðjumaðurinn Valono Behrami hjá West Ham slapp betur en á horfðist þegar hann meiddist illa á ökkla í leik liðsins gegn Manchester City í gær.

Enski boltinn

Torres meiddur en Gerrard með

Fernando Torres verður ekki með Liverpool sem mætir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Hins vegar er búist við því að Steven Gerrard verði með.

Enski boltinn

Geovanni ekki stærri en Hull

Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull City, segir að Brasilíumaðurinn Geovanni geti ekki leyft sér að láta eins og að hann skipti meira máli en félagið sjálft.

Enski boltinn

iPod kom að góðum notum

Ben Foster greindi frá því að hann notaði iPod-spilara til að undirbúa sig fyrir vítaspyrnukeppnina í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar skömmu áður en hún hófst.

Enski boltinn

Sigling á Crewe

Guðjón Þórðarson er heldur betur að gera góða hluti með Crewe en liðið vann góðan 4-0 sigur á Brighton á útivelli í dag.

Enski boltinn