Enski boltinn

Zamora sá um United

Bobby Zamora átti þátt í tveimur mörkum og skoraði eitt þegar Fulham vann óvæntan en góðan sigur á Manchester United, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski boltinn

Watford bjargað frá greiðslustöðvun

Forráðamenn Watford hafa afstýrt því að félagið fari í greiðslustöðun eftir að stærsti eigandi félagsins, Ashcroft lávarður, samþykkti að reiða fram tæpar fimm milljónir punda til að greiða gjaldfallna skuld.

Enski boltinn

Wenger opinn fyrir því að lána Wilshere til Burnley

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt það að hann sé opinn fyrir því að lána hinn stórefnilega miðjumann Jack Wilshere til Burnley eftir áramót. Þessi 21 árs landsliðsmaður Englendinga hefur aðeins spilað sex leiki með Arsenal á tímabilinu.

Enski boltinn

Alan Wiley úthlutað Manchester United leik

Dómarinn Alan Wiley mun dæma leik Hull og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem fer fram 27. desember næstkomandi, Wiley komst heldur betur í fréttirnar eftir síðasta United-leik sem hann dæmdi en hann fór fram 3. október síðastliðinn.

Enski boltinn

Campbell gæti farið til Hull

Phil Brown, stjóri Hull, segir að sér standi til boða að gera Sol Campbell tilboð um að ganga til liðs við félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar um næstu mánaðamót.

Enski boltinn