Enski boltinn

Hefði ekki átt að selja Zola

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, stjóri West Ham.
Gianfranco Zola, stjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti segir að það hafi verið mistök að selja Gianfranco Zola til Chelsea á sínum tíma.

Ancelotti var þá stjóri hjá Parma en í dag eru þeir báðir þjálfarar liða í ensku úrvalsdeildinni. Ancelotti er nú kominn til Chelsea þar sem Zola sló í gegn á sínum tíma. Zola er nú hjá West Ham en þessi lið mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Ég gerði mistök. Ég vildi nota leikkerfið 4-4-2 og setti leikmenn í sínar stöður. Hann vildi hins vegar spila sem framherji."

„Á sama tíma og þessi umræða átti sér stað bauð Chelsea honum góðan samning sem hann ákvað að taka. Ég held að þetta hafi verið mistök hjá mér. Ég var hjá mínu fyrsta félagi í ítölsku úrvalsdeildinni og gat ekki breytt um leikkerfi."

„Ef ég hefði búið yfir aðeins meiri reynslu hefði ég fundið lausn fyrir hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×