Enski boltinn

Mancini: Shay er besti markvörðurinn í ensku deildinni

„Þetta var góður leikur að mínu mati. Leikmennirnir mínir voru frábærir því það er ekki auðvelt að spila á móti Stoke. Fyrsta vikan er allt í lagi og það var mikilvægt að finna rétta jafnvægið í liðinu," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City eftir 2-0 sigur á Stoke í fyrsta leiknum undir hans stjórn í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Rafael Benitez: Steven Gerrard þarf að bæta sig

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn hans, Steven Gerrard, finnist hann sjálfur ekki vera í nægilega góðu formi. Gerrard var með 11 mörk og Liverpool í toppsæti deildarinnar á sama tíma í fyrra en nú er hann aðeins með búinn að skora fjögur og Liverpool situr í 8. sætinu.

Enski boltinn

West Ham vann Portsmouth og komst upp úr fallsæti

West Ham vann 2-0 sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en stigin þrjú nægðu lærisveinum Gianfranco Zola til þess að komast upp úr fallsæti. Á sama tíma gerðu Fulham og Tottenham markalaust jafntefli.

Enski boltinn

Ferguson: Verð ennþá hjá United þegar Mancini verður rekinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur látið í sér heyra yfir framkomu Manchester City gagnvart gamla lærisveini sínum Mark Hughes. Ferguson spáir því að Mancini verði ekki langlífur í starfi hjá nágrönnunum ekkert frekar en þeir þrettán stjórar sem hafa komið og farið á meðan Ferguson hefur stýrt Manchester United.

Enski boltinn

Joe Hart fyrstur til að halda hreinu á móti Chelsea

Vandræði Chelsea héldu áfram í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Birmingham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Birmingham-liðið sýndi í þessum leik að það er engin tilviljun að liðið sé í 7. sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Ferguson sagður vilja fá Guardiola í sinn stað

Það er mikið rætt og ritað um framtíð Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þessa dagana. Þó svo hann hafi unnið alla sex bikarana sem voru í boði í ár er ekki enn frágengið að hann verði áfram með Barcelona eftir tímabilið. Samningur hans rennur út næsta sumar.

Enski boltinn