Enski boltinn

Tevez: Neville er hálfviti

Stríði Carlos Tevez og Gary Neville er hvergi nærri lokið enda var Tevez nú síðast að kalla Neville hálfvita. Hann segist hafa verið að fagna mörkunum til þess að svara Neville.

Enski boltinn

Beckford búinn að semja við Everton

Simon Grayson, stjóri Leeds, segir að framherjinn Jermaine Beckford sé búinn að skrifa undir samning við Everton um að ganga til liðs við félagið næsta sumar er samningur hans við Leeds rennur út.

Enski boltinn

Mörkin hans Tevez trufla mig ekkert

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er ekki búinn að missa trúna á að sitt lið komist í úrslit enska deildarbikarsins þó svo liðið hafi tapað fyrir nágrönnum sínum í City, 2-1, í fyrri leik liðanna.

Enski boltinn

Carlos Tevez tryggði City 2-1 sigur á United

Carlos Tevez skoraði bæði mörk Manchester City og tryggði sínu liði 2-1 sigur á gömlu félögunum í Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Eastlands, heimavelli Manchester City í kvöld.

Enski boltinn

Klámkóngur betri en íslenskir bankamenn

Stuðningsmenn West Ham eru ekki allir ánægðir með nýju eigendurna hjá West Ham United. David Sullivan og David Gold sem eignuðust 50 prósenta hlut í félaginu í gærkvöldi þykja harðir í horn að taka.

Enski boltinn

Beckham: City verður aldrei stærra en United

David Beckham, fyrrum leikmaður Man. Utd, tekur þátt í upphitun fyrir leik Man. Utd og Man. City í deildarbikarnum í kvöld. Beckham er á því að þó svo City eigi nóg af peningum verði félagið aldrei stærra en United.

Enski boltinn