Enski boltinn

Redknapp: Woodgate hugsanlega ekki meira með á tímabilinu

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham hefur staðfest að varnarmaðurinn Jonathan Woodgate eigi enn langt í land með að ná sér af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga hann undanfarið. Woodgate á við þrálát nárameiðsli að stríða sem hafa orðið til þess að hann hefur aðeins leikið þrjá leiki til þessa á tímabilinu.

Enski boltinn

Cole kom innbrotsþjófum í opna skjöldu

Innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í glæsivillu knattspyrnustjörnunnar Ashley Cole og eiginkonu hans, poppstjörnunnar Cheryl. Þeir flúðu hinsvegar af vettvangi þegar þeir uppgötvuðu að Cole var innandyra.

Enski boltinn

Bellamy og Mancini rifust eins og hundur og köttur

Það er allt komið upp í háaloft á milli Craig Bellamy og Roberto Mancini, stjóra Manchester City samkvæmt frétt á The Times eftir að þeir rifust eins og hundur og köttur í gærkvöldi. Bellamy var mikill stuðningsmaður Mark Hughes og margir voru búnir að bíða eftir því að upp úr syði á milli þeirra.

Enski boltinn

Gerrard: Sýndum þolinmæði og hún skilaði sér í sigri

„Þeir voru erfiðir að eiga við en það kom okkur svo sem ekkert á óvart. Við sýndum þolinmæði og hún skilaði sér í sigri,“ sagði fyrirliðinn Steven Gerrard hjá Liverpool eftir nauman 1-0 sigur liðsins gegn Unirea Urziceni í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á Anfield-leikvanginum í kvöld.

Enski boltinn

Hermann: Þurfum bara að einbeita okkur að okkar vinnu

„Fólk er að vinna hörðum höndum á bak við tjöldin til þess að laga fjárhagsstöðuna hjá félaginu. Við leikmennirnir þurfum bara að einbeita okkur að okkar vinnu. Við þurfum bara að halda haus og fara inn á völlinn og hala inn stig,“ segir Hermann Hreiðarsson um stöðu mála hjá Portsmouth í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.

Enski boltinn

Vill Barcelona fá John O'Shea?

Ein allra athyglisverðasta fótboltafrétt dagsins birtist í spænska dagblaðinu Sport. Þar er John O'Shea, hinn fjölhæfi leikmaður Manchester United, orðaður við Evrópumeistara Barcelona.

Enski boltinn

Wenger: Dómarinn gerði hræðileg mistök

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal var allt annað en sáttur með dómarann Martin Hansson eftir 2-1 tap liðs síns gegn Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Dragao-leikvanginum í kvöld.

Enski boltinn