Enski boltinn

Cole kom innbrotsþjófum í opna skjöldu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í glæsivillu knattspyrnustjörnunnar Ashley Cole og eiginkonu hans, poppstjörnunnar Cheryl. Þeir flúðu hinsvegar af vettvangi þegar þeir uppgötvuðu að Cole var innandyra.

Einkalíf Cole hefur verið mikið til umræðu í enskum götublöðum og sögur í gangi um meint framhjáhöld hans.

Cheryl flaug til Bandaríkjanna til að taka þátt í dómgæslustörfum í X-Factor, athygli vakti að hún bar ekki giftingarhring sinn. Þrátt fyrir athygli fjölmiðla ákvað Cole að halda sig heima og það kom innbrotsþjófum í opna skjöldu. Þeir bjuggust við að enginn væri heima.

Atvikið átti sér stað klukkan 3:40 aðfaranótt fimmtudags.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×