Enski boltinn

Ferguson: Rio á mörg ár eftir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé ekki rétt að hann ætli sér að skipta Rio Ferdinand út á næstunni. Ferguson segir að Rio eigi enn eftir mörg ár í búningi United.

Enski boltinn

Platt: Snýst ekki um Mancini og Ferguson

Margir hafa stillt upp baráttu Man. Utd og Man. City um enska meistaratitilinn sem einvígi stjóranna, Sir Alex Ferguson og Roberto Mancini. Þar þykir Ferguson vera að skáka Ítalanum. Mancini var ekkert sérstaklega hress eftir jafnteflið gegn Stoke. Neitaði að taka í höndina á Tony Pulis, stjóra Stoke, og lét ekki sjá sig á blaðamannafundi eftir leikinn.

Enski boltinn

Markalaust í Lundúnarslagnum á Brúnni

Chelsea og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í Lundúnarslag á Stamford Bridge í dag. Leikmenn Tottenham naga sig vafalítið handarbökin en liðið fékk frábær færi til þess að tryggja sér sigur í leiknum.

Enski boltinn

Redknapp: Mesta vitleysan sem ég hef heyrt

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gefur lítið fyrir þær kenningar að Tottenham sé að missa dampinn í ensku úrvalsdeildinni vegna umræðunnar um að hann sé að fara að taka við enska landsliðinu eða vegna pressunnar á að liðið tryggi sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Enski boltinn

Petr Cech: Tottenham-leikurinn á morgun er lykilleikur fyrir okkur

Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur tjáð sig um mikilvægi leiks helgarinnar en Chelsea tekur á móti Tottenham á Stamford Bridge í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Chelsea er fyrir leikinn fimm stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Koscielny hrósar Van Persie fyrir varnarvinnuna

Hollendingurinn Robin Van Persie er ekki bara skila mörkum og stoðsendingum til Arsenal-liðsins því liðsfélagi hans Laurent Koscielny sá ástæðu til þess að vekja athygli á því að hollenski framherjinn eigi þátt í bættum varnarleik liðsins.

Enski boltinn

Ferguson í sálfræðihernaði | örvænting hjá Man City?

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester United er klókur þegar kemur að sálfræðihernaðinum sem þarf að nota í baráttunni um meistaratitilinn. Hinn þaulreyndi Ferguson sendi grannaliðinu Manchester City "kveðju“ í gegnum fjölmiðla í dag þar sem hann segir að Man City sé að fara á taugum og Man Utd eigi nóg af "skotfærum“ fyrir lokasprettinn á deildarkeppninni.

Enski boltinn

Brasilíumaðurinn David Luiz er orðaður við Barcelona

David Luiz er vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea þrátt fyrir að hann hafi gert ótal mistök frá því hann kom til liðsins frá Benfica í Portúgal. Varnarmaðurinn er nú orðaður við stórlið Barcelona á Spáni. Samkvæmt frétt Daily Mail gæti Barcelona boðið allt að 35 milljónir punda eða sem nemur 7 milljörðum kr í hinn 24 ára gamla Brasilíumann.

Enski boltinn

Mancini: Nasri getur orðið eins og Xavi fyrir Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur mikla trú á Frakkanum Samir Nasri en Nasri skoraði sigurmark City í stórleiknum á móti Chelsea í gærkvöldi. Manchester City lenti undir í leiknum en tryggði sér mikilvæg þrjú stig í toppbaráttunni með því að skora tvö mörk á lokakaflanum.

Enski boltinn

Redknapp er enn bjartsýnn þrátt fyrir mótlætið

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, telur að liðið eigi enn góða möguleika á að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný. Erkifjendur Tottenham, lið Arsenal, þokaði sér upp í þriðja sætið í gær með 1-0 sigri á útivelli gegn Everton á meðan Tottenham rétt marði jafntefli gegn Stoke á heimavelli, 1-1.

Enski boltinn

Dalglish: Erfitt að útskýra þetta tap

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var á því að lukkan hefði gengið í lið með QPR í kvöld er liðið skellti Liverpool á ótrúlegan hátt. Eftir að hafa lent 0-2 undir skoraði QPR þrjú mörk á 13 mínútum og vann leikinn.

Enski boltinn