Enski boltinn

Desailly: M'Vila getur orðið betri en Vieira var

Marcel Desailly, fyrrum leikmaður AC Milan og Chelsea og heimsmeistari með Frökkum 1998, hefur mikla trú á miðjumanninum Yann M'Vila sem leikur með Rennes í Frakklandi. Desailly hvetur Arsenal að geta allt til þessa að krækja í strákinn í sumar.

Enski boltinn

Gerrard og Rooney hafa oftast fengið verðlaunin sem Gylfi fékk

Steven Gerrard hjá Liverpool og Wayne Rooney hjá Manchester United hafa oftast verið kosnir leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni eða fimm sinnum hvor. Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni til að vera kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en enginn þótti standa sig betur í mars en Gylfi.

Enski boltinn

Maradona vill sjá tengdasoninn fara til Real Madrid

Diego Maradona er afar hrifinn af þeim plönum að Sergio Agüero, framherji Manchester City, snúi aftur í spænska boltann og gangi til liðs við Real Madrid. Agüero er eiginmaður dóttur Maradona og karlinn ætti því að hafa einhver ítök í stráknum.

Enski boltinn

Antonio Valencia: 13 stoðsendingar í síðustu 14 leikjum

Antonio Valencia hefur spilað frábærlega með Manchester United síðustu mánuði og á mikinn þátt í því að liðið er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Valencia skoraði fyrra marið og lagði upp það síðara í 2-0 sigri á Blackburn á mánudagskvöldið.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um gott gengi Newcastle

Newcastle hefur komið gríðarlega á óvart í ensku úrvalsdeildinni í vetur undir stjórn Alan Pardew knattspyrnustjóra liðsins. Gengi Newcastle var til umræðu í Sunnudagsmessunni og þar voru skiptar skoðanir. Hjörvar Hafliðason, Guðmundur Benediktsson og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir stöðuna hjá Newcastle.

Enski boltinn

John Aldridge: Við erum að verða að aðhlátursefni

John Aldridge, fyrrum framherji Liverpool, hefur lýst yfir miklum áhyggjum með stöðu mála hjá félaginu en Liverpool-liðið hefur aðeins náð í átta stig úr tólf leikjum frá áramótum og er nú komið niður í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldridge segir að Liverpool sé í krísu.

Enski boltinn

Heiðar spilar með varaliði QPR í kvöld

Heiðar Helguson er allur að koma til eftir nárameiðsli og mun spila með varaliði Queens Park Rangers í kvöld þegar liðið mætir West Ham í æfingaleik. Þetta eru góðar fréttir fyrir Mark Hughes enda eru nokkrir framherjar liðsins að glíma við meiðsli eða leikbönn.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Liverpool í frjálsu falli

Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport var sýnt myndband þar sem stiklað var á stóru í síðustu leikjum Liverpool. Fátt hefur gengið upp hjá þessu sögufræga félagi að undanförnu og situr liðið í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Mancini: Ætlar ekki að gefast upp á Balotelli

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar að standa með vandræðagemlingnum Mario Balotelli og treysta á það að þessi 21 árs gamli framherji fari nú að þroskast. Liðsfélagar Balotelli hjá City eru orðnir mjög pirraðir á stælunum í drengnum en stjórinn ætlar ekki að reyna að selja hann í sumar.

Enski boltinn

Van der Vaart: Við elskum Adebayor

Hollendingurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, er mjög ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns, Emmanuel Adebayor, og vill að hann verði áfram hjá félaginu. Adebayor er lánsmaður frá Man. City út leiktíðina.

Enski boltinn

Fjórir svikarar í Preston-liðinu

Forráðamenn ensku deildarkeppninnar ætla ekki að aðhafast neitt í máli fjögurra leikmanna Preston sem eru sakaðir um að hafa um helgina lekið upplýsingum um taktík liðsins til mótherja Preston í Sheffield Wednesday.

Enski boltinn

Ewood Park hefur reynst Manchester United erfiður

Manchester United getur náð fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Blackburn á útivelli í kvöld en þetta er síðasti leikurinn í 31. umferð. Blackburn er í harðri fallbaráttu en einn af sjö sigrum liðsins kom í fyrri leiknum á móti United á Old Trafford. Leikurinn í kvöld er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.

Enski boltinn

Liðsfélagar Balotelli hjá City búnir að fá nóg af honum

Það er aldrei lognmolla í kringum Mario Balotelli og nú heyrast sögur úr herbúðum Manchester City að liðsfélagar hans í City séu búnir að fá nóg af stælunum í framherjanum. Balotelli fór að rífast við félaga sína í miðjum leik um helgina og lenti síðan í hár saman við einn af reynsluboltum liðsins eftir leik.

Enski boltinn

Ivanovic: Ánægður með Fernando Torres

Branislav Ivanovic segir að Fernando Torres eigi mikinn þátt í bættu gengi Chelsea-liðsins að undanförnu en spænski framherjinn er loksins farinn að skora mörk. Torres er búinn að skora 3 mörk í síðustu 5 leikjum og um helgina batt hann enda á sex mánaða bið eftir marki í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn