Enski boltinn

Ferguson: Ég er undraverk

Sir Alex Feruguson, stjóri Manchester United, er í ítarlegu viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times í dag þar sem hann segir frá árunum sínum 25 hjá Manchester United.

Enski boltinn

Balotelli: Ég er ekki skúrkur

Mario Balotelli segir að það hafi ekki verið sanngjarnt að dæma hann í fjögurra leikja bann fyrir að traðka á Scott Parker í leik Manchester City og Tottenham um helgina.

Enski boltinn

Gerrard: Bellamy gerði gæfumuninn í kvöld

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skoraði í báðum leikjunum á móti Manchester City í undanúrslitum enska deildarbikarsins en Liverpool komst á Wembley eftir 2-2 jafntefli í síðari leik liðanna á Anfield í kvöld. Gerrard skoraði úr vítaspyrnu í báðum leikjum þar á meðal sigurmarkið í fyrri leiknum.

Enski boltinn

Jöfnunarmark Bellamy kom Liverpool á Wembley

Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Manchester City í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 og því 3-2 samanlagt. Liverpool mætir Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff City í úrslitaleiknum sem fer fram á Wembley 26. febrúar næstkomandi.

Enski boltinn

Kevin De Bruyne sterklega orðaður við Chelsea

Belgíski kantmaðurinn Kevin De Bruyne hjá Genk er sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. Forráðamenn belgíska félagsins hafa staðfest að félögin eigi í viðræðum. Talið er að kaupverðið sé um 8 milljónir punda eða sem nemur um einum og hálfum milljarði íslenskra króna.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Nær Wenger að skila Arsenal í Meistaradeildina?

Arsene Wenger hefur oft verið sáttari við gengi Arsenal en franski knattspyrnustjórinn hefur ekki náð liðinu á flug á þessu tímabili. Rætt var um gengi Arsenal og starfsöryggi Wenger í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport um s.l. helgi og þar sagði Bjarni Guðjónsson m.a. að Wenger væri góður fyrir stjórn félagsins.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Átti Balotelli að fá rautt spjald?

Mario Balotelli var eitt helsta fréttaefnið í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Ítalski framherjinn tryggði Manchester City 3-2 sigur gegn Tottenham á sunnudaginn. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson leikmaður KR yfir ýmis atvik úr leik Man City og Tottenham.

Enski boltinn

Aron Einar og félagar komnir á Wembley

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City komust í kvöld í úrslitaleikinn í enska deildabikarnum eftir sigur á Crystal Palace eftir vítakeppni. Tom Heaton var hetja velska liðsins því hann varði tvö víti í vítakeppninni.

Enski boltinn

Réttað yfir Harry Redknapp - sakaður um skattsvik

Réttarhöld yfir Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur, hófust í Southwark á Englandi í gær. Redknapp er sakaður um að hafa lagt greiðslur, sem hann fékk sem yfirmaður knattspyrnumála og knattspyrnustjóri Portsmouth, inn á reikning í Mónakó án þess að greiða af þeim skatt.

Enski boltinn

3 milljarða kr. kauptilboði Chelsea í Brasilíumann var hafnað

Forráðamenn Shakhtar Donestsk frá Úkraínu hafa staðfest að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi lagt inn formlegt kauptilboð í miðjumanninn Willian Borges da Silva. Brasilíumaðurinn er sókndjarfur miðjumaður og er hann aðeins 23 ára gamall. Chelsea hefur boðið 3,2 milljarða kr. eða sem nemur rétt um 17 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði var hafnað.

Enski boltinn

Stjóri Swansea: Gylfi smellpassar í liðið

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Swansea, er hæstánægður með frammistöðu Hafnfirðingsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi Þór var í fyrsta sinn í byrjunarliði Swansea þegar liðið tapaði 2-0 gegn Sunderland og stóð að margra mati upp úr í liði sínu.

Enski boltinn

Meiðslalisti Man Utd lengist | Jones verður frá í nokkrar vikur

Sigur Manchester United gegn Arsenal í gær í ensku úrvalsdeildinni tók sinn toll en fjórir leikmenn Englandsmeistaraliðs Man Utd meiddust í 2-1 sigri liðsins á Emirates leikvanginum í London. Varnarmaðurinn Phil Jones meiddist illa á ökkla og verður hann frá í allt að fjórar vikur en liðbönd sködduðust. Enski landsliðsmaðurinn var borinn af leikvelli eftir aðeins 15 mínútur.

Enski boltinn

Öll mörkin og tilþrifin úr enska boltanum eru á Vísi

Spennan í ensku úrvalsdeildinni er gríðarleg og tveir íslenskir leikmenn náðu að skora mark um helgina fyrir lið sín. Grétar Rafn Steinsson skoraði í 3-1 sigri Bolton gegn Liverpool, og Heiðar Helguson skoraði fyrir QPR í 3-1 sigri gegn Wigan. Þeir sem að misstu af enska boltanum á Stöð 2 sport um helgina þurfa ekki að örvænta því öll mörkin eru aðgengileg á Vísi.

Enski boltinn

Wenger: Ég þarf ekki að réttlæta hverja einustu ákvörðun

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki þurfa að réttlæta ákvörðun sína um að skipta Alex Oxlade-Chamberlain af velli fyrir Rússann Andrei Arshavin í 2-1 tapi gegn Manchester United í gær. Skipting vakti hörð viðbrögð meðal fjölmargra stuðningsmanna Lundúnarliðsins og virtist fyrirliðinn Robin van Persie bæði undrandi og ósáttur við skiptinguna.

Enski boltinn