Enski boltinn

Luka Modric: Ég fer frá Tottenham

Króatinn Luka Modric segir í viðtali við spænska blaðið Marca að hann sé á förum frá Tottenham en þessi snjalli miðjumaður hefur verið sterklega orðaður við spænsku meistarana í Real Madrid.

Enski boltinn

Capello gagnrýnir Rooney: Skilur hann bara skosku

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga og sá sem átti að stýra liðinu á EM, segist ekki skilja af hverju Wayne Rooney spilar bara vel fyrir Manchester United og sé ekki sami leikmaður þegar hann klæðist enska landsliðsbúningnum.

Enski boltinn

Pabbi Gylfa í viðtali: Gylfi gat ekkert skotið á markið í allan vetur

Sigurður Aðalsteinsson faðir Gylfa Þórs Sigurðssonar var í spjalli i þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun, þar sem hann fór yfir ferilinn hjá stráknum. Mörg stór félög eru á eftir íslenska landsliðsmanninum en Sigurður segir að ekkert skýrist í hans málum fyrr en um mánaðarmótin. Gylfi var orðaður við Tottenham í þýskum fjölmiðlum í gærkvöldi.

Enski boltinn

Yakubu í samningaviðræðum við lið í Kína

Nígeríski framherjinn Yakubu er á förum frá Blackburn Rovers og mun spila í kínversku deildinni á næsta tímabili. Hann er kominn til Kína til að ganga frá samningum við Guangzhou R&F en félagið er nýkomið upp eftir eins árs dvöl í kínversku b-deildinni.

Enski boltinn

Barton missir sex vikna laun og fyrirliðabandið

Joey Barton missir ekki bara af 12 fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð vegna hegðunar sinnar í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar því Queens Park Rangers hefur einnig ákveðið að sekta hann um sex vikna laun og taka af honum fyrirliðabandið.

Enski boltinn

Joey Barton fær eitt tækifæri í viðbót hjá QPR

Vandræðagemsinn Joey Barton, leikmaður QPR, mun að öllum líkindum verða í herbúðum félagsins á næsta tímabili, þrátt fyrir að hafa orðið sér og félaginu til skammar í síðasta leik tímabilsins. Barton fékk rautt spjald fyrir olnbogaskot sem hann gaf Carlos Tevez.

Enski boltinn

Skrtel vill funda með Rodgers

Slóvakíski varnarmaðurinn hjá Liverpool, Martin Skrtel, vill fá að vita hvaða rullu nýi stjórinn hjá Liverpool, Brendan Rodgers, ætlar að láta hann leika áður en hann ræðir nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn