Enski boltinn

Swansea hafnaði fyrsta tilboði Liverpool í Joe Allen

BBC segir frá því að Liverpool og Swansea séu í viðræðum um kaup á miðjumanninum Joe Allen en þar kom líka fram að Swansea sé þegar búið að hafna einu tilboð frá Liverpool í leikmanninn. Brendan Rodgers þekkir Allen vel enda var hann áður stjóri Swansea.

Enski boltinn

Rosicky frá í tvo mánuði

Tékkneski landsliðsfyrirliðinn Tomas Rosicky verður ekki með Arsenal í upphafi tímabilsins því hann þurfti að fara í aðra aðgerð á hásin og verður því frá keppni í sex til átta vikur. Þetta kom fram í tékkneskum fjölmiðlum í dag en þar kemur fram að Rosicky sé þegar byrjaður í endurhæfingu eftir seinni aðgerðina.

Enski boltinn

Kagawa tryggði Manchester United sigur

Japanski leikmaðurinn Shinji Kagawa skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United vann kínverska liðið Shanghai Shenhua 1-0 í æfingaleik á Shanghai Stadium í Kína í dag. Shanghai Shenhua spilaði án þeirra Didier Drogba og Nicolas Anelka í þessum leik.

Enski boltinn

Redknapp ætlar að hjálpa til að bjarga Portsmouth

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham og Portsmouth, ætlar að reyna að gera sitt í að bjarga Portsmouth frá því að vera lagt niður vegna gjaldþrots. Portsmouth verður að redda fjármagni fyrir 10. ágúst ef félagið ætlar að halda áfram rekstri.

Enski boltinn

Svona lagði Gylfi upp markið fyrir Bale í nótt

Gylfi Þór Sigurðsson og Gareth Bale eru strax byrjaðir að ná vel saman hjá Tottenham. Gylfi lagði upp mark fyrir Bale í 1-1 jafnteflisleik á móti Los Angeles Galaxy í nótt og hefur Gylfi því átt þátt í marki í fyrstu tveimur leikjum sínum í búningi Spurs.

Enski boltinn

Tottenham réttlætir fjarveru Bale á ÓL

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur komið Gareth Bale, til varnar en Bale hefur verið gagnrýndur fyrir að draga sig út úr Ólympíulandsliði Breta vegna meiðsla. Bale lék engu að síður í 73 mínútur og skoraði eitt mark í æfingaleik Tottenham gegn LA Galaxy í gærkvöld.

Enski boltinn

Gylfi lagði upp mark fyrir Tottenham gegn LA Galaxy

Gylfi Sigurðsson lagði upp mark fyrir Tottenham í æfingaleik gegn bandaríska liðinun LA Galaxy sem fram fór í gær. Gareth Bale skoraði markið með góðum skalla á 17. mínútu eftir fyrirgjöf frá íslenska landsliðsmanninum. David Lopes jafnaði fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks.

Enski boltinn

Gylfi Þór og félagar mæta La Galaxy í nótt

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Tottenham Hotspur eru nú staddir í Bandaríkjunum þar sem þeir mæta LA Galaxy í æfingaleik í nótt. Gylfi verður væntanlega í byrjunarliði Tottenham í fyrsta sinn. Leikurinn fer fram í The Home Depot Center í Kaliforníu og hefst klukkan tvö að íslenskum tíma.

Enski boltinn

Arsenal-maður tekinn á teppið fyrir twitter-skrif

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur kært Arsenal-manninn Emmanuel Frimpong fyrir skrif hans inn á twitter-síðu sína um helgina. Frimpong brást illa við skilaboðum Tottenham-stuðningsmanns inn á twitter-síðu sinni og svaraði honum í reiðikasti. Frimpong tók ummæli sín fljótlega út af síðu sinni en það var of seint.

Enski boltinn

Enginn Drogba á móti Manchester United?

Didier Drogba missir hugsanlega af leik Shanghai Shenhua og Manchester United á morgun vegna meiðsla en margir höfðu beðið spenntir eftir því að sjá Drogba glíma við United-vörnina með nýju kínversku liðsfélögunum sínum.

Enski boltinn

Wilshere verður ekki klár með Arsenal í fyrstu umferð

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Jack Wilshere leikmaður liðsins verði jafnvel ekki klár í slaginn með liðinu fyrr en í október. Enski landsliðsmaðurinn var frá allt síðasta keppnistímabil vegna meiðsla og hann fór nýlega í hnéaðgerð sem framkvæmd var af sérfræðingum í Svíþjóð.

Enski boltinn

Man Utd færist nær því að semja við Lucas Moura

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að félagið sé ekki langt frá því að ganga frá samningum við Lucas Moura. Brasilíski miðjumaðurinn er aðeins 19 ára gamall og hefur hann leikið með Sao Paulo í heimalandinu og hefur félagið hafnað 27 milljón punda tilboði frá Man Utd – eða sem nemur 5,2 milljarða kr.

Enski boltinn

Rafael van der Vaart hefur samúð með Modric

Rafael van der Vaart, fyrrum leikmaður Real Madrid og núverandi leikmaður Tottenham segist hafa samúð með samherja sínum, Luka Modric, vegna þeirrar pattstöðu sem upp er komin varðandi vistarskipti Modric frá Tottenham til Real. Luka Modric hefur ítrekað lýst áhuga sínum á að ganga til liðs við Spánarmeistarana en félögin virðast ekki ná að koma sér saman um kaupverðið.

Enski boltinn

Piazon tryggði Chelsea jafntefli gegn PSG

Franska stórliðið PSG og enska úrvalsdeildarliðið Chelsea áttust við í æfingaleik í New York í Bandaríkjunum í gær. Lucas Piazon jafnaði fyrir Chelsea átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór fram á hinum sögufræga Yankee Stadium. Brasilíumennirnir Piazon og Ramires voru mennirnir á bak við markið en Ramires lagði það upp fyrir landa sinn. Nene skoraði mark PSG snemma í fyrri hálfleik. Sænski landsliðsframherjinn Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahóp PSG.

Enski boltinn

Villas-Boas ósáttur við Modric

Líkurnar á því að Luka Modric hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Tottenham halda áfram að aukast. André Villas-Boas, stjóri Tottenham, hefur gagnrýnt Modric harðlega fyrir að ferðast ekki með liðinu til Bandaríkjanna þar sem liðið er í æfingaferð.

Enski boltinn

Engin uppgjöf hjá Darren Fletcher

Darren Fletcher, hinn 28 ára miðjumaður Manchester United, gefur lítið fyrir þann orðróm að hann muni þurfa að leggja skóna á hilluna langt fyrir aldur fram. Fletcher hefur glímt við sáraristilbólgu og kom aðeins tíu sinnum við sögu hjá United á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Oscar búinn með læknisskoðun hjá Chelsea

Brasilíski miðjumaðurinn Oscar hefur greint frá því að hann hafi farið í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Hann ætlar þó ekki að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en að loknum Ólympíuleikunum.

Enski boltinn