Enski boltinn

Barry og Richards verða ekki með meisturum City í dag

Ensku landsliðsmennirnir Gareth Barry og Micah Richards verða fjarri góðu gamni í dag þegar Englandsmeistarar Manchester City mæta bikarmeisturum Chelsea í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn sem fer fram á Villa Park. Leikurinn hefst klukkan 12.30 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.

Enski boltinn

Di Matteo: Ég geri engar róttækar breytingar

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, ætlar ekki að gera miklar breytingar á því skipulagi sem færði félaginu tvo titla í lok síðasta. Di Matteo segir að Chelsea ætli ekki að fara spila fótbolta eins og Barcelona þrátt fyrir að hafa keypt nokkra sókndjarfa leikmenn í sumar.

Enski boltinn

Mancini: City búið að hafna fullt af tilboðum í Balotelli í sumar

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er búinn að staðfesta það að City hafi hafnað mörgum tilboðum í ítalska framherjann Mario Balotelli í sumar. Balotelli, sem er aðeins tvítugur, sló í gegn á EM í júní þar sem hann skoraði þrjú mörk þar af tvö þeirra í sigri á Þjóðverjum í undanúrslitaleiknum.

Enski boltinn

West Ham kaupir franskan landsliðsmann

West Ham heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili en nýliðarnir gengu í dag á kaupum á franska landsliðsmiðjumanninum Alou Diarra frá Marseille. West Ham mun borga tvær milljónir punda fyrir kappann.

Enski boltinn

Joe Allen orðinn leikmaður Liverpool

Liverpool staðfesti það á heimasíðu sinni í kvöld að liðið sé búið að ganga frá kaupum á velska landsliðsmanninum Joe Allen frá Swansea. Allen er annar leikmaðurinn sem Brendan Rodgers fær til Liverpool síðan að hann settist í stjórastólinn á Anfield.

Enski boltinn

Ferguson vonast til þess að landa Robin van Persie

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir í vitðali á heimasíðu félagsins að liðið hafi gert formlegt kauptilboð í hollenska framherjann Robin van Persie. Man Utd náði ekki að kaupa Brasilíumanninn Lucas Moura sem er á leið til PSG í Frakklandi og Ferguson vonast til þess að kaupin á Robin van Persie gangi upp.

Enski boltinn

Laudrup: Joe Allen verður Liverpool mjög mjög dýr

Michael Laudrup, stjóri Swansea City, hefur sent áhugasömum, aðallega Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, skýr skilaboð um að miðjumaðurinn Joe Allen fari á engu útsöluverði ætli félög að kaupa hann af velska félaginu. Liverpool hefur boðið Swansea 20 milljónir fyrir hann en það er hvergi nærri nóg að mati Danans.

Enski boltinn

Santi Cazorla orðinn leikmaður Arsenal

Spænski miðjumaðurinn Santi Cazorla er orðinn leikmaður Arsenal en þetta staðfesti félagið inn á heimasíðu sinni í dag. Cazorla er búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir langtímasamning. Arsenal kaupir hann frá spænska félaginu Malaga en kaupverðið er ekki gefið upp.

Enski boltinn