Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið kærir Hazard

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Eden Hazard fyrir framkomu hans í undanúrslitaleik Chelsea og Swansea í enska deildarbikarnum á miðvikudaginn. Hazard fékk þá rauða spjaldið fyrir að sparka í boltastrák sem var að reyna að tefja leikinn.

Enski boltinn

Sir Alex: Mér er alveg sama um hvað Rafa segir

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er mættur til Englands á ný eftir nokkra daga æfingaferð í Katar og var mættur á blaðamannafund í morgun í tilefni af bikarleik Manchester United á móti Fulham á morgun.

Enski boltinn

Liverpool hækkar tilboð sitt

Liverpool hefur hækkað tilboð sitt í brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho upp í níu milljónir evra samkvæmt heimildum Liverpool Echo en Internazionale hafnaði sex milljón evra tilbiði liðsins í síðustu viku.

Enski boltinn

Sonur Beckham reynir fyrir sér hjá Chelsea

David Beckham getur ekki hugsað sér að spila fyrir annað enskt lið en Manchester United en sömu sögu er ekki að segja af sonum hans. Brooklyn Beckham, elsti sonur hans, er orðinn 13 ára og kominn í akademíuna hjá Chelsea.

Enski boltinn

Charlie Morgan orðinn frægasti boltastrákur heims

Charlie Morgan er orðinn frægasti boltastrákur heims eftir atvik gærkvöldsins. Eden Hazard leikmaður Chelsea fékk þá rautt spjald fyrir að sparka í hann þegar Morgan reyndi að tefja leikinn með því að leggjast á boltann. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í gærkvöldi og í morgun.

Enski boltinn

Michu framlengdi við Swansea til 2016

Spánverjinn Michu er ánægður hjá Swansea City og hefur sýnt það með því að skrifa undir nýjan samning við velska liðið sem gildir til 2016 en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Michu hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn