Sport

Owen gæti verið frá í þrjár vikur - meiddist á nára

Michael Owen, framherji Manchester United, þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins 20 mínútur í 2-1 sigri liðsins á Þýskalandsmeisturum Wolfsburg á Old Trafford í gær. Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var í stúkunni og það voru því súr og svekkjandi skrefin sem Owen þurfti að taka þegar hann fór svo snemma af velli.

Enski boltinn

Prince Rajcomar samdi við ungverskt lið

Prince Rajcomar hefur gert fjögurra ára samning við ungverska félagið Zalaegerszegi TE en þetta kemur fram á síðunni krreykjavik.is í dag. Það gekk lítið upp hjá þessum hollenska framherja sitt eina ár í herbúðum KR en þar á undan lék hann í tvö ár með Breiðabliki.

Íslenski boltinn

Filippo Inzaghi hjá AC Milan: Það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur

Filippo Inzaghi og félagar í AC Milan eru í tómu tjóni á þessu tímabili sem sást vel í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu FC Zurich. AC Milan hefur verið í miklum vandræðum síðan að Leonardo tók við af Carlo Ancelotti, núverandi stjóra Chelsea.

Fótbolti

Wenger búinn að setja met hjá Arsenal

Arsene Wenger er nú orðinn sá stjóri sem hefur verið lengst við stjórnvölinn hjá Arsenal. Wenger er nú búinn að sitja í stólnum í meira en þrettán ár og hefur með því bætt met George Allison sem var stjóri Arsenal frá 1934-1947.

Enski boltinn

Ólafur Jóhannesson búinn að skrifa undir nýjan samning

Ólafur Jóhannesson verður áfram karlalandsliðsþjálfari í knattspyrnu en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. Ólafur tók við landsliðinu af Eyjólfi Sverrissyni í lok október 2007 eftir að hafa unnið fjóra stóra titla með FH frá 2004 til 2007. Hann mun stjórna landsliðinu út undankeppni EM 2012..

Íslenski boltinn

Mourinho: Þurfum bara að vinna heimaleikina okkar

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hjá Inter er ekki af baki dottinn eftir jafnteflið gegn Rubin Kazan í gærkvöld og þó svo að lið hans sé enn ekki búið að landa sigri eftir tvær umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Owen: Ég mun spila aftur fyrir enska landsliðið

Framherjinn Michael Owen hjá Manchester United hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Fabio Capello hjá Englandi undanfarið en er þó sannfærður um að hann hafi það sem þurfti til þess að spila aftur fyrir landsliðið.

Enski boltinn

Benitez: Liverpool mun koma til baka á móti Chelsea

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er sannfærður um að sínir menn nái að bæta fyrir ófarirnar í Meistaradeildinni í gær þegar liðið mætir Chelsea á sunnudaginn. Liverpool-liðið var eins og áhorfandi í fyrri hálfleik í 0-2 tapinu á móti Fiorentina í gær.

Enski boltinn

Mætast KR og Grindavík aftur í úrslitum Powerade-bikarsins?

Undanúrslit Powerade-bikars karla fara fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR taka á móti Njarðvíkingum á sama tíma og Snæfellingar heimsækja Grindvíkinga í Röstina. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19.15. Sigurvegararnir mætast í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn.

Körfubolti

Sundsvall áfram á sigurbraut en Solna tapaði

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall hafa byrjað sænsku úrvalsdeildina á tveimur góðum sigrum en liðið vann 87-80 útisigur á 08 Stockholm í gær. Solna, lið Sigurðar Ingimundarsonar og Helga Más Magnússonar náði hinsvegar ekki að fylgja eftir sigri í fyrstu umferð og tapaði illa á heimavelli eða 61-76.

Körfubolti

Guðmundur næsti þjálfari Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur boðað til blaðamannafundar þar sem tilkynnt verður um ráðningu þjálfara meistaraflokks karla. Samkvæmt heimildum Vísis verður það Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR.

Íslenski boltinn