Handbolti

Þýski handboltinn: Sigrar hjá RN Löwen og Kiel

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gylfi Gylfason í leik gegn Kiel.
Gylfi Gylfason í leik gegn Kiel. Nordic photos/AFP

Íslendingarnir höfðu sig hæga í 32-25 sigri Rhein-Neckar Löwen gegn Grosswallstadt í kvöld en staðan í hálfleik var 14-12 RN Löwen mönnum í vil.

Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir liðið og Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu eitt mark hvor.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu góðan 25-32 sigur gegn Minden í kvöld en staðan í hálfleik var 13-12 Minden í vil.

Aron Pálmarsson komst ekki á blað hjá Kiel en Gylfi Gylfason skoraði fimm mörk fyrir Minden.

Þá skoraði Róbert Gunnarsson sex mörk í  28-34 tapi Gummersbach gegn Hamburg.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×