Sport Bendtner: Kraftaverk að ég skuli hafa sloppið ómeiddur Nicklas Bendtner, danski framherjinn hjá Arsenal, segir það hafa verið sannkallað kraftaverk að hann skuli hafa sloppið ómeiddur þegar hann klessukeyrði bílinn sinn um síðustu helgi. Bendtner var á leiðinni á æfingu á sunnudaginn þegar hann missti stjórn á Aston Martin bíl sínum sem fór á steypugirðingu og endaði loks á tré. Enski boltinn 2.10.2009 11:30 Adriano: Ég mætti fullur á æfingar hjá Inter Brasilíumaðurinn Adriano var í algjörri óreglu síðustu tímabil sín með ítalska liðinu Inter Milan en hann náði aldrei að ná tökum á drykkju sinni þrátt fyrir að Jose Mourinho hafi gert allt til að hjálpa honum. Adriano hefur nú viðurkennt að hafa mætt fullur á æfingar hjá Inter. Fótbolti 2.10.2009 11:00 Kristinn Steindórsson og Jóhann Laxdal í fyrsta sinn í 21 árs liðinu Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðs karla, hefur valið 20 manna hóp fyrir heimaleiki á móti Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM. Íslenska liðið mætir Norður Írum á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og leikur við San Marínó fer síðan fram á Grindavíkurvelli þriðjudaginn 13. október. Íslenski boltinn 2.10.2009 10:30 Guðjón Þórðarson rekinn frá Crewe Guðjón Þórðarson var í morgun rekinn sem knattspyrnustjóri enska fótboltafélagsins Crewe Alexandra en kornið sem fyllti mælinn var 3-2 tap liðsins fyrir Bury á þriðjudagskvöldið sem var fjórða tap liðsins í röð í ensku d-deildinni. Enski boltinn 2.10.2009 10:17 Michael Carrick: Við treystum allir Ferguson Michael Carrick segir allir leikmenn Manchester United treysti og beri virðingu fyrir ákvörðunum stjórans Alex Ferguson. Carrick, sem hefur aðeins byrjað tvo leiki á tímabilinu,var hetja liðsins á miðvikudagskvöldið þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Þýskalandsmeisturum Wolfsburg í Meistaradeildinni. Enski boltinn 2.10.2009 10:00 Torres: Ég mun aldrei fara til annars liðs á Englandi Fernando Torres, framherji Liverpool, hefur fullvissað stuðningsmenn félagsins sem og aðra að hann muni aldrei spila fyrir annað félag á Englandi og sérstaklega ekki fyrir Manchester United. Torres hefur skorað 58 mörk í 93 leikjum síðan að hann kom til Liverpool frá Atletico Madrid árið 2007. Enski boltinn 2.10.2009 09:30 Kovalainen og Sutil sneggstir í nótt Finninn Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India skiptust á því að ná besta tíma á æfingum Formúlu 1 liða á Suzuka brautinni í nótt. Formúla 1 2.10.2009 07:02 Button beitir ekki bolabrögðum í titilslagnum Jenson Button ætlar að keppa á heiðarlegan hátt til að landa fyrsta meistaratitli sínum í Formúlu 1 og heitir því að beita ekki bolabrögðum ná markmiði sínu um helgina eða í þeim þremur mótum sem eftir eru á tímabilinu. Hann gæti orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina. Formúla 1 2.10.2009 06:26 Alonso: Real Madrid getur orðið enn betra „Hvað varðar úrslit þá getum við ekki beðið um meira en liðið er að bæta sig frá leik til leiks. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og ég er sannfærður um að Real Madrid getur orðið enn betra. Fótbolti 1.10.2009 22:15 Hermann: Fáum borgað og allir eru því sáttir Mikið óvissuástand hefur verið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth í sambandi við yfirtöku Sulaimans al Fahim á félaginu. Enski boltinn 1.10.2009 21:30 Evrópudeild UEFA: Sigrar hjá Everton og Fulham Ensku félögin Everton og Fulham unnu bæði sína leiki í Evrópudeild UEFA í kvöld. Everton lenti undir eftir um stundarfjórðung gegn BATE Borisov þegar Dmitri Lihtarovich skoraði fyrir heimamenn og staðan var 1-0 í hálfleik. Fótbolti 1.10.2009 21:00 Henry vill snúa aftur til Arsenal - jafnvel sem vantsberi Framherjinn Thierry Henry hjá Barcelona er sannfærður um að hann muni snúa aftur til Arsenal til þess að vinna með knattspyrnustjóranum Arsene Wenger á einn eða annan hátt. Enski boltinn 1.10.2009 20:00 Fyrirliði sænska landsliðsins til Jakobs og félaga Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons fengu góðan liðstyrk í dag þegar fyrirliði sænska landsliðsins, Mats Levin, ákvað að semja við liðið en hann lék með Solna Vikings í lok síðasta tímabils. Levin mun væntanlega hjálpa Jakobi með leikstjórnendastöðuna en Jakob lék í 40 mínútur í síðasta leik. Körfubolti 1.10.2009 19:15 Eggert byrjaður að æfa á ný eftir mánaðar fjarveru Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er byrjaður að æfa á ný með liði sínu Hearts í Skotlandi eftir að vera búinn að jafna sig á meiðslum. Fótbolti 1.10.2009 18:30 Flavio Briatore: Alonso mun blómstra með Ferrari Ítalinn Flavio Briatore telur að Fernando Alonso muni starfa vel með Ferrari og hann liðsinnti Alonso nokkuð við samningsgerðina. Formúla 1 1.10.2009 18:25 Xavi: Verð aldrei leiður á að heyra Barcelona-liðinu hrósað Xavi, spænski landsliðsmiðjumaðurinn hjá Barcelona, segir að Barcelona-liðið sé að byrja tímabilið betur en í fyrra og að pressan á liðinu, eftir að það vann þrennuna í fyrra, sé ekki að hafa nein áhrif á liðið. Liðið hafi ekkert slakað á og hafi unnið alla leiki sína til þessa á tímabilinu. Fótbolti 1.10.2009 18:00 Þorvaldur áfram hjá Stjörnunni Þorvaldur Árnason hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Íslenski boltinn 1.10.2009 17:30 Landsleikir færðir á þriðjudaga í stað miðvikudaga Framkvæmdastjórn FIFA tók ákvörðun um það á fundi sínum í vikunni að landsleikjadagar yrðu framvegis á þriðjudögum í stað miðvikudaga áður. Heimasíða Knattspyrnusambandsins greinir frá þessu. Íslenski boltinn 1.10.2009 17:00 Sektaður og fær tveggja leikja skilorðsbundið bann Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók í dag fyrir mál framherjans Emmanuel Adebayor hjá Manchester City sem var kærður fyrir að fagna marki sínu gegn Arsenal beint fyrir framan stuðningsmenn Lundúnafélagsins og þar með ögra þeim. Enski boltinn 1.10.2009 16:30 Sigurður Ingimundarson: Verð að fá að gera hlutina eins og ég sem um Sigurður Ingimundarson hætti í dag sem þjálfari sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings en hann var aðeins búinn að stjórna liðinu í tveimur leikjum. Ástæðan er stefna félagsins. Sigurður segist hafa viljað byggja upp sitt lið með sínum áherslum en forráðamenn Solna vilja að hans mati kaupa árangur með að fá til sín sterkari Bandaríkjamenn. Körfubolti 1.10.2009 16:09 Ancelotti: Chelsea verður að fara að bæta sinn leik Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki alltof ánægður með stöðuna á sínu liði þrátt fyrir að Chelsea hafi unnið tvo fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni sex af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann 1-0 sigur á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gær en frammistaða liðsins var ekki góð. Enski boltinn 1.10.2009 16:00 Hægt að kjósa besta leikmann Mónakó-liðins í september Heimasíða franska liðsins AS Mónakó er þessa stundina að fá gesti síðunnar til þess að kjósa besta leikmann liðsins í september. Kosningin stendur yfir þar til á miðnætti á þriðjudaginn 6.október. Það eru ekki miklar líkur á að okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen, fái þó mörg atkvæði enda hefur hann ekki fundið sig í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu. Fótbolti 1.10.2009 15:30 Sigurður hættur hjá Solna Samkvæmt sænskum fréttamiðlum hefur Sigurður Ingimundarson ákveðið að hætta sem þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Solna Vikings. Körfubolti 1.10.2009 15:00 Óskar Örn áfram hjá KR Óskar Örn Hauksson skrifaði í hádeginu í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 1.10.2009 14:28 Lionel Messi: Þetta er bara rétt að byrja hjá mér og Zlatan Lionel Messi segir að samvinna hans og Zlatan Ibrahimovic eigi aðeins eftir að verða betri. Barcelona hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í spænsku deildinni og þeir félagar hafa skorað tíu mörk saman í þeim, Zlatan 5 og Messi 5. Fótbolti 1.10.2009 14:00 Íslensku dómararnir sex í eldlínunni í kvöld Það verður brotið blað í sögu íslenskrar knattspyrnudómgæslu í kvöld þegar sex íslenskir dómarar verða við störf á leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeildinni. Fótbolti 1.10.2009 13:28 GAIS getur misst 9 stig og lent í bullandi fallbaráttu Athyglisvert mál er komið upp í sænska fótboltanum. Brasilíumaðurinn Wanderson er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildinnar með 16 mörk en nú hefur komið í ljós að atvinnuleyfi hans rann út fyrir tveimur mánuðum. Wanderson er með öðrum orðum ólöglegur í Svíþjóð. Fótbolti 1.10.2009 13:00 Tiger Woods búinn að þéna rúman milljarð Bandaríkjadala Kylfingurinn Tiger Woods hefur þénað rúman milljarð Bandaríkjadala frá því að hann varð atvinnumaður í golfi árið 1996, þá 21 árs. Í úttekt tímaritsins Forbes kemur fram að enginn íþróttamaður í sögunni komist með tærnar þar sem Woods hefur hælana. Golf 1.10.2009 12:30 Defoe brákaðist á hendi og fór úr lið á tveimur fingrum Jermain Defoe, framherji Tottenham, verður ekki með liðinu á móti Bolton um helgina þar sem að komið er í ljós að hann handarbrotnaði í 5-0 sigri á Burnley um síðustu helgi. Defoe gæti einnig misst af næstu verkefnum enska landsliðsins. Enski boltinn 1.10.2009 12:00 Mikilvægur dagur fyrir Emmanuel Adebayor Emmanuel Adebayor, framherji Manchester City, fær að vita það í dag hvort aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmi hann í leikbann fyrir umdeild fagnaðarlæti sín eftir að hann skoraði á móti sínum gömlu félögum í Arsenal. Enski boltinn 1.10.2009 11:30 « ‹ ›
Bendtner: Kraftaverk að ég skuli hafa sloppið ómeiddur Nicklas Bendtner, danski framherjinn hjá Arsenal, segir það hafa verið sannkallað kraftaverk að hann skuli hafa sloppið ómeiddur þegar hann klessukeyrði bílinn sinn um síðustu helgi. Bendtner var á leiðinni á æfingu á sunnudaginn þegar hann missti stjórn á Aston Martin bíl sínum sem fór á steypugirðingu og endaði loks á tré. Enski boltinn 2.10.2009 11:30
Adriano: Ég mætti fullur á æfingar hjá Inter Brasilíumaðurinn Adriano var í algjörri óreglu síðustu tímabil sín með ítalska liðinu Inter Milan en hann náði aldrei að ná tökum á drykkju sinni þrátt fyrir að Jose Mourinho hafi gert allt til að hjálpa honum. Adriano hefur nú viðurkennt að hafa mætt fullur á æfingar hjá Inter. Fótbolti 2.10.2009 11:00
Kristinn Steindórsson og Jóhann Laxdal í fyrsta sinn í 21 árs liðinu Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðs karla, hefur valið 20 manna hóp fyrir heimaleiki á móti Norður Írlandi og San Marínó í undankeppni EM. Íslenska liðið mætir Norður Írum á Akranesvelli, föstudaginn 9. október og leikur við San Marínó fer síðan fram á Grindavíkurvelli þriðjudaginn 13. október. Íslenski boltinn 2.10.2009 10:30
Guðjón Þórðarson rekinn frá Crewe Guðjón Þórðarson var í morgun rekinn sem knattspyrnustjóri enska fótboltafélagsins Crewe Alexandra en kornið sem fyllti mælinn var 3-2 tap liðsins fyrir Bury á þriðjudagskvöldið sem var fjórða tap liðsins í röð í ensku d-deildinni. Enski boltinn 2.10.2009 10:17
Michael Carrick: Við treystum allir Ferguson Michael Carrick segir allir leikmenn Manchester United treysti og beri virðingu fyrir ákvörðunum stjórans Alex Ferguson. Carrick, sem hefur aðeins byrjað tvo leiki á tímabilinu,var hetja liðsins á miðvikudagskvöldið þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Þýskalandsmeisturum Wolfsburg í Meistaradeildinni. Enski boltinn 2.10.2009 10:00
Torres: Ég mun aldrei fara til annars liðs á Englandi Fernando Torres, framherji Liverpool, hefur fullvissað stuðningsmenn félagsins sem og aðra að hann muni aldrei spila fyrir annað félag á Englandi og sérstaklega ekki fyrir Manchester United. Torres hefur skorað 58 mörk í 93 leikjum síðan að hann kom til Liverpool frá Atletico Madrid árið 2007. Enski boltinn 2.10.2009 09:30
Kovalainen og Sutil sneggstir í nótt Finninn Heikki Kovalainen á McLaren og Adrian Sutil á Force India skiptust á því að ná besta tíma á æfingum Formúlu 1 liða á Suzuka brautinni í nótt. Formúla 1 2.10.2009 07:02
Button beitir ekki bolabrögðum í titilslagnum Jenson Button ætlar að keppa á heiðarlegan hátt til að landa fyrsta meistaratitli sínum í Formúlu 1 og heitir því að beita ekki bolabrögðum ná markmiði sínu um helgina eða í þeim þremur mótum sem eftir eru á tímabilinu. Hann gæti orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina. Formúla 1 2.10.2009 06:26
Alonso: Real Madrid getur orðið enn betra „Hvað varðar úrslit þá getum við ekki beðið um meira en liðið er að bæta sig frá leik til leiks. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og ég er sannfærður um að Real Madrid getur orðið enn betra. Fótbolti 1.10.2009 22:15
Hermann: Fáum borgað og allir eru því sáttir Mikið óvissuástand hefur verið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth í sambandi við yfirtöku Sulaimans al Fahim á félaginu. Enski boltinn 1.10.2009 21:30
Evrópudeild UEFA: Sigrar hjá Everton og Fulham Ensku félögin Everton og Fulham unnu bæði sína leiki í Evrópudeild UEFA í kvöld. Everton lenti undir eftir um stundarfjórðung gegn BATE Borisov þegar Dmitri Lihtarovich skoraði fyrir heimamenn og staðan var 1-0 í hálfleik. Fótbolti 1.10.2009 21:00
Henry vill snúa aftur til Arsenal - jafnvel sem vantsberi Framherjinn Thierry Henry hjá Barcelona er sannfærður um að hann muni snúa aftur til Arsenal til þess að vinna með knattspyrnustjóranum Arsene Wenger á einn eða annan hátt. Enski boltinn 1.10.2009 20:00
Fyrirliði sænska landsliðsins til Jakobs og félaga Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons fengu góðan liðstyrk í dag þegar fyrirliði sænska landsliðsins, Mats Levin, ákvað að semja við liðið en hann lék með Solna Vikings í lok síðasta tímabils. Levin mun væntanlega hjálpa Jakobi með leikstjórnendastöðuna en Jakob lék í 40 mínútur í síðasta leik. Körfubolti 1.10.2009 19:15
Eggert byrjaður að æfa á ný eftir mánaðar fjarveru Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er byrjaður að æfa á ný með liði sínu Hearts í Skotlandi eftir að vera búinn að jafna sig á meiðslum. Fótbolti 1.10.2009 18:30
Flavio Briatore: Alonso mun blómstra með Ferrari Ítalinn Flavio Briatore telur að Fernando Alonso muni starfa vel með Ferrari og hann liðsinnti Alonso nokkuð við samningsgerðina. Formúla 1 1.10.2009 18:25
Xavi: Verð aldrei leiður á að heyra Barcelona-liðinu hrósað Xavi, spænski landsliðsmiðjumaðurinn hjá Barcelona, segir að Barcelona-liðið sé að byrja tímabilið betur en í fyrra og að pressan á liðinu, eftir að það vann þrennuna í fyrra, sé ekki að hafa nein áhrif á liðið. Liðið hafi ekkert slakað á og hafi unnið alla leiki sína til þessa á tímabilinu. Fótbolti 1.10.2009 18:00
Þorvaldur áfram hjá Stjörnunni Þorvaldur Árnason hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Íslenski boltinn 1.10.2009 17:30
Landsleikir færðir á þriðjudaga í stað miðvikudaga Framkvæmdastjórn FIFA tók ákvörðun um það á fundi sínum í vikunni að landsleikjadagar yrðu framvegis á þriðjudögum í stað miðvikudaga áður. Heimasíða Knattspyrnusambandsins greinir frá þessu. Íslenski boltinn 1.10.2009 17:00
Sektaður og fær tveggja leikja skilorðsbundið bann Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók í dag fyrir mál framherjans Emmanuel Adebayor hjá Manchester City sem var kærður fyrir að fagna marki sínu gegn Arsenal beint fyrir framan stuðningsmenn Lundúnafélagsins og þar með ögra þeim. Enski boltinn 1.10.2009 16:30
Sigurður Ingimundarson: Verð að fá að gera hlutina eins og ég sem um Sigurður Ingimundarson hætti í dag sem þjálfari sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings en hann var aðeins búinn að stjórna liðinu í tveimur leikjum. Ástæðan er stefna félagsins. Sigurður segist hafa viljað byggja upp sitt lið með sínum áherslum en forráðamenn Solna vilja að hans mati kaupa árangur með að fá til sín sterkari Bandaríkjamenn. Körfubolti 1.10.2009 16:09
Ancelotti: Chelsea verður að fara að bæta sinn leik Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki alltof ánægður með stöðuna á sínu liði þrátt fyrir að Chelsea hafi unnið tvo fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni sex af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann 1-0 sigur á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gær en frammistaða liðsins var ekki góð. Enski boltinn 1.10.2009 16:00
Hægt að kjósa besta leikmann Mónakó-liðins í september Heimasíða franska liðsins AS Mónakó er þessa stundina að fá gesti síðunnar til þess að kjósa besta leikmann liðsins í september. Kosningin stendur yfir þar til á miðnætti á þriðjudaginn 6.október. Það eru ekki miklar líkur á að okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen, fái þó mörg atkvæði enda hefur hann ekki fundið sig í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu. Fótbolti 1.10.2009 15:30
Sigurður hættur hjá Solna Samkvæmt sænskum fréttamiðlum hefur Sigurður Ingimundarson ákveðið að hætta sem þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Solna Vikings. Körfubolti 1.10.2009 15:00
Óskar Örn áfram hjá KR Óskar Örn Hauksson skrifaði í hádeginu í dag undir nýjan þriggja ára samning við KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 1.10.2009 14:28
Lionel Messi: Þetta er bara rétt að byrja hjá mér og Zlatan Lionel Messi segir að samvinna hans og Zlatan Ibrahimovic eigi aðeins eftir að verða betri. Barcelona hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í spænsku deildinni og þeir félagar hafa skorað tíu mörk saman í þeim, Zlatan 5 og Messi 5. Fótbolti 1.10.2009 14:00
Íslensku dómararnir sex í eldlínunni í kvöld Það verður brotið blað í sögu íslenskrar knattspyrnudómgæslu í kvöld þegar sex íslenskir dómarar verða við störf á leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeildinni. Fótbolti 1.10.2009 13:28
GAIS getur misst 9 stig og lent í bullandi fallbaráttu Athyglisvert mál er komið upp í sænska fótboltanum. Brasilíumaðurinn Wanderson er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildinnar með 16 mörk en nú hefur komið í ljós að atvinnuleyfi hans rann út fyrir tveimur mánuðum. Wanderson er með öðrum orðum ólöglegur í Svíþjóð. Fótbolti 1.10.2009 13:00
Tiger Woods búinn að þéna rúman milljarð Bandaríkjadala Kylfingurinn Tiger Woods hefur þénað rúman milljarð Bandaríkjadala frá því að hann varð atvinnumaður í golfi árið 1996, þá 21 árs. Í úttekt tímaritsins Forbes kemur fram að enginn íþróttamaður í sögunni komist með tærnar þar sem Woods hefur hælana. Golf 1.10.2009 12:30
Defoe brákaðist á hendi og fór úr lið á tveimur fingrum Jermain Defoe, framherji Tottenham, verður ekki með liðinu á móti Bolton um helgina þar sem að komið er í ljós að hann handarbrotnaði í 5-0 sigri á Burnley um síðustu helgi. Defoe gæti einnig misst af næstu verkefnum enska landsliðsins. Enski boltinn 1.10.2009 12:00
Mikilvægur dagur fyrir Emmanuel Adebayor Emmanuel Adebayor, framherji Manchester City, fær að vita það í dag hvort aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmi hann í leikbann fyrir umdeild fagnaðarlæti sín eftir að hann skoraði á móti sínum gömlu félögum í Arsenal. Enski boltinn 1.10.2009 11:30