Sport

Tevez: Neville er hálfviti

Stríði Carlos Tevez og Gary Neville er hvergi nærri lokið enda var Tevez nú síðast að kalla Neville hálfvita. Hann segist hafa verið að fagna mörkunum til þess að svara Neville.

Enski boltinn

NBA: Cleveland lagði meistarana

Það var sannkallaður stórleikur í NBA-deildinni í nótt þegar Cleveland tók á móti meisturum Los Angeles Lakers. Cleveland hafði betur, 93-87, en það var risasóknarfrákast frá Anderson Varejao sem gerði gæfumuninn í lokin. Hann fékk vítaskot í kjölfarið sem hann setti niður.

Körfubolti

Rúmensku dómararnir hljóta að fara heim eftir þetta

„Mér fannst þetta vera skandall. Ég er hissa og veit eiginlega ekki hvað var í gangi," segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, við Vísi í kvöld um þær ákvarðanir rúmensku dómaranna um að stöðva leikinn í tvígang á lokamínútu leiks Austurríks og Íslands.

Handbolti

Danir komnir áfram eftir fimm marka sigur á Serbum

Danir tryggðu sér sæti í milliriðli með 28-23 marka sigri á Serbum í seinni leik dagsins í íslenska riðlinum á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki. Danir eru með fullt hús en þurfa samt að mæta Íslendingum í úrslitaleik um sigurinn í riðlinum á laugardaginn.

Handbolti

Guðmundur: Þetta er skandall

Guðmundur Guðmundsson var ómyrkur í máli gagnvart dómurum leiks Íslands og Austurríkis á EM í Linz í kvöld. Niðurstaðan var jafntefli, 37-37, eftir að heimamenn skoruðu þrjú mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins eða svo.

Handbolti

Sigurður Bjarnason: Við fórum bara á taugum

Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis, átti varla orð eftir jafnteflisleik Íslands og Austurríkis í dag enda klúðraði íslenska liðið enn á ný unnum leik. Sigurður vill sjá Guðmund landsliðsþjálfara nota liðið betur og halda trúnni á 6:0 vörnina.

Handbolti

Króatar komu til baka í seinni hálfleik og unnu Úkraínu

Króatar voru í vandræðum með Úkraínumenn í A-riðli Evrópumótsins í handbolta í Austurríki en tókst að tryggja sér 28-25 með góðum seinni hálfleik. Úkraína var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, skoraði síðan fyrsta markið í seinni hálfleik og hélt forustunni fram eftir leik.

Handbolti

Topplið Vals mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar

Topplið Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar drógust saman í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna en dregið var í beinni útsendingu í EM-stofunni í Sjónvarpinu nú rétt áðan. Fram heimsækir FH annað árið í röð í hinum leiknum en FH sló Fram út úr bikarnum í fyrra.

Handbolti

Leikir dagsins á EM

Það fara fjórir leikir fram á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í dag. Leikið er í A og B-riðlum.

Handbolti

Guðjón Valur: Má ekki vanmeta Austurríki

„Ég mun ekki koma til með að vanmeta Austurríki. Það má til dæmis alls ekki gleyma að þeir hafa heimavöllinn og áhorfendur með sér á þessu móti,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta.

Handbolti

Helgi Valur samdi við Hansa Rostock

Helgi Valur Daníelsson varð í dag annar landsliðsmaðurinn sem skrifar undir samning við þýska félagið Hansa Rostock. Hann er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2013. Mbl.is greindi frá þessu í dag.

Fótbolti