Handbolti

Wilczynski: Komið að sigri hjá okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Wilczynski í leiknum gegn Danmörku.
Wilczynski í leiknum gegn Danmörku. Nordic Photos/AFP

Hornamaðurinn Konrad Wilczynski er vongóður fyrir leik Íslands og Austurríkis á EM í handbolta í dag en leikurinn hefst klukkan 17.00.

Wilczynski er lykilmaður í austurríska landsliðinu en hann leikur hjá Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins en hann er einnig þjálfari austurríska landsliðsins sem kunnugt er.

Hann náði sér þó ekki á strik gegn Dönum á mánudaginn og komst þá ekki á blað. Austurríki tapaði leiknum, 33-29.

„Stundum koma svona dagar. Maður getur ekki þvingað það fram að spila vel. En ég verð að standa mig betur og ég veit að ég á miklu meira inni," sagði hann við austurríska fjölmiðla.

„En það var frábær stemning í höllinni og nú er það undir komið að yfirstíga þessa fyrstu hindrun og vinna fyrsta sigurinn. Við höfum trú á okkur og nú er komið að Íslendingum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×