Handbolti

Guðmundur: Þetta er skandall

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í kvöld.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í kvöld. Mynd/Leena Manhart
Guðmundur Guðmundsson var ómyrkur í máli gagnvart dómurum leiks Íslands og Austurríkis á EM í Linz í kvöld. Niðurstaðan var jafntefli, 37-37, eftir að heimamenn skoruðu þrjú mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins eða svo.

„Fyrst og fremst verðum við að líta á okkur sjálfa og hvernig við klúðruðum þessu. Við vorum þremur mörkum yfir og náðum ekki að vinna okkur tíma í vörninni. Síðan hjálpaði það heldur ekki til að dómararnir fóru að beita óskiljanlegum reglum og stoppuðu tímann í hvert skipti sem Austurríki skoraði mark. Það er bara ekki til í handboltareglunum."

„Þetta er bara skandall. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði leikurinn átt að vera búinn þegar þeir skoruðu jöfnunarmarkið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×