Sigurður Bjarnason: Við fórum bara á taugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2010 20:03 Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur. Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis, átti varla orð eftir jafnteflisleik Íslands og Austurríkis í dag enda klúðraði íslenska liðið enn á ný unnum leik. Sigurður vill sjá Guðmund landsliðsþjálfara nota liðið betur og halda trúnni á 6:0 vörnina. „Þetta er "algjört flashback" frá því í leiknum á móti Serbíu og maður skilur ekki í því af hverju strákarnir hafa ekki taugar í síðustu tvær mínturnar. Burt séð frá því sem er búið að gerast allan leikinn, hvort sem einhver klikkaði á skoti eða vörnin var ekki nógu góð, þá erum við með unninn leik í höndunum í bæði skiptin og þá sérstaklega í kvöld. Ef Gaui hefði skorað þá hefðum við verið þremur mörkum yfir og leikurinn búinn. Í staðinn förum við í vörnina og þeir skora strax. Við förum bara á taugum þessar 20 sekúndur sem voru eftir. Ég held að menn eigi að valda þessu og ég held að þessar síðustu 30 sekúndur verði að skrifast á liðið sem heild. Menn eiga að halda þetta út. Ég treysti strákunum alveg til þess að koma til baka enda eru þeir ekki fæddir í gær. Þetta er stig en aftur tapað stig. Við erum ennþá í hlutverki þess að vera betri aðilinn í leiknum og með yfirhöndina. Þetta var ekki eins og við værum að skíta í brækurnar og að við værum heppnir með að ná jafnteflinu. Það má ekki fara að snúa þessu þannig við að við höfum verið lakari aðilinn. Við erum klárlega betri aðilinn í báðum þessum leikjum og við erum komnir með tvö stig. Ef við vinnum Danina þá erum við með þrjú stig í milliriðli og þá er heimurinn orðinn flottur á ný. Það er engin ástæða til þess að örvænta en ég hef áhyggjur af stöðum í framtíðinni. Ef þessi sama staða kemur upp á móti Dönum þá er ég ekkert að treysta þeim í það að klára þetta. Mér fannst Gummi ekki vera að gera góða hluti í þessum leik. Hann er búin að eyðileggja tvo leikmenn, Loga og Aron. Hann notar Ásgeir Örn heldur ekki neitt nema ef við eru manni færri og það er ekki gott upp á framhaldið. Við þurfum virkilega á þessum leikmönnum að halda núna og ég er hræddur um að þeir séu búnir í keppninni hvað sálfræðihliðina varðar. Hann er ekki búinn að gefa þeim neitt einasta sjálfstraust og það er hlutverk þjálfarans að gera það. Ég vil sjá okkar leikmenn skiptast á og það er hollt að koma útaf þó að það sé bara í fimm mínútur. Eins og fyrir Óla þá er gott að að koma útaf og sjá leikinn aðeins utan frá en koma síðan ferskur inn í leikinn með nýjar hugmyndir. Ég vil líka að við spilum þessa 6:0 vörn út í gegn og höfum trú á henni. Gummi er að fara út í allskonar pælingar eins og með 3:2:1 vörnina. Hann á bara að laga það sem er að í 6:0 vörninni og halda áfram að spila hana. Þannig náðum við silfrinu í Peking. Arnór Atlason er að standa sig rosalega vel og það má ekki gleyma því að strákurinn er að standa sig rosalega vel í vörninni líka. Hann er hundrað prósent í öllu sem hann er að gera. Menn horfa núna á sóknina hjá honum af því að hann er að skora en hann er að standa sig alveg jafnvel í vörninni. Ég vil ekki að það gleymist. Það er skemmtilegasti leikurinn eftir. Nú erum við búnir með þessi slakari lið eins og Austurríki og Serbíu og getum hætt að vanmeta og farið að spila okkar leik. Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Sigurður Bjarnason, EM-sérfræðingur Vísis, átti varla orð eftir jafnteflisleik Íslands og Austurríkis í dag enda klúðraði íslenska liðið enn á ný unnum leik. Sigurður vill sjá Guðmund landsliðsþjálfara nota liðið betur og halda trúnni á 6:0 vörnina. „Þetta er "algjört flashback" frá því í leiknum á móti Serbíu og maður skilur ekki í því af hverju strákarnir hafa ekki taugar í síðustu tvær mínturnar. Burt séð frá því sem er búið að gerast allan leikinn, hvort sem einhver klikkaði á skoti eða vörnin var ekki nógu góð, þá erum við með unninn leik í höndunum í bæði skiptin og þá sérstaklega í kvöld. Ef Gaui hefði skorað þá hefðum við verið þremur mörkum yfir og leikurinn búinn. Í staðinn förum við í vörnina og þeir skora strax. Við förum bara á taugum þessar 20 sekúndur sem voru eftir. Ég held að menn eigi að valda þessu og ég held að þessar síðustu 30 sekúndur verði að skrifast á liðið sem heild. Menn eiga að halda þetta út. Ég treysti strákunum alveg til þess að koma til baka enda eru þeir ekki fæddir í gær. Þetta er stig en aftur tapað stig. Við erum ennþá í hlutverki þess að vera betri aðilinn í leiknum og með yfirhöndina. Þetta var ekki eins og við værum að skíta í brækurnar og að við værum heppnir með að ná jafnteflinu. Það má ekki fara að snúa þessu þannig við að við höfum verið lakari aðilinn. Við erum klárlega betri aðilinn í báðum þessum leikjum og við erum komnir með tvö stig. Ef við vinnum Danina þá erum við með þrjú stig í milliriðli og þá er heimurinn orðinn flottur á ný. Það er engin ástæða til þess að örvænta en ég hef áhyggjur af stöðum í framtíðinni. Ef þessi sama staða kemur upp á móti Dönum þá er ég ekkert að treysta þeim í það að klára þetta. Mér fannst Gummi ekki vera að gera góða hluti í þessum leik. Hann er búin að eyðileggja tvo leikmenn, Loga og Aron. Hann notar Ásgeir Örn heldur ekki neitt nema ef við eru manni færri og það er ekki gott upp á framhaldið. Við þurfum virkilega á þessum leikmönnum að halda núna og ég er hræddur um að þeir séu búnir í keppninni hvað sálfræðihliðina varðar. Hann er ekki búinn að gefa þeim neitt einasta sjálfstraust og það er hlutverk þjálfarans að gera það. Ég vil sjá okkar leikmenn skiptast á og það er hollt að koma útaf þó að það sé bara í fimm mínútur. Eins og fyrir Óla þá er gott að að koma útaf og sjá leikinn aðeins utan frá en koma síðan ferskur inn í leikinn með nýjar hugmyndir. Ég vil líka að við spilum þessa 6:0 vörn út í gegn og höfum trú á henni. Gummi er að fara út í allskonar pælingar eins og með 3:2:1 vörnina. Hann á bara að laga það sem er að í 6:0 vörninni og halda áfram að spila hana. Þannig náðum við silfrinu í Peking. Arnór Atlason er að standa sig rosalega vel og það má ekki gleyma því að strákurinn er að standa sig rosalega vel í vörninni líka. Hann er hundrað prósent í öllu sem hann er að gera. Menn horfa núna á sóknina hjá honum af því að hann er að skora en hann er að standa sig alveg jafnvel í vörninni. Ég vil ekki að það gleymist. Það er skemmtilegasti leikurinn eftir. Nú erum við búnir með þessi slakari lið eins og Austurríki og Serbíu og getum hætt að vanmeta og farið að spila okkar leik.
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira