Handbolti

Leikir dagsins á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ulrik Wilbek, þjálfari Dana.
Ulrik Wilbek, þjálfari Dana.

Það fara fjórir leikir fram á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í dag. Leikið er í A og B-riðlum.

Ísland og Austurríki mætast eins og öllum ætti að vera kunnugt um og í síðari leik riðilsins mætast Serbar og Danir. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð og því mikið undir þar rétt eins og hjá íslenska liðinu.

Í A-riðli mætir Króatía liði Úkraínu og það ætti að vera auðveldur leikur fyrir Króata. Norðmenn, sem töpuðu naumlega fyrir Króötum í fyrstu umferð, mæta síðan Rússum sem lögðu Úkraínu í fyrstu umferð.

Svo vill Vísir minna á EM-vef Vísis þar sem allar EM-fréttirnar eru aðgengilegar á sama stað ásamt stöðutöflum, bloggi og viðtölum við sérfræðinga Vísis.

Leikir dagsins:

A-riðill:

17.10 Úkraína - Króatía

19.10 Noregur - Rússland

B-riðill:

17.00 Austurríki - Ísland

19.15 Serbía - Danmörk

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×