Sport

Lippi gæti þjálfað Heiðar

Flavio Briatore, annar eigandi QPR, hefur sett stefnuna á að fá Marcello Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítalíu, til félagsins takist því að komast upp í úrvalsdeildina.

Enski boltinn

Segir Edinson Cavani vera betri en Fernando Torres

Paolo Rossi, hetja Ítala á HM 1982, hefur mikla trú á 23 ára framherja Napoli-liðsins, Edinson Cavani, en Úrúgvæmaðurinn verður í sviðsljósinu þegar Napoli tekur á móti Liverpool í Evrópudeildinni annað kvöld. Rossi segir að eins og staðan sé í dag þá sé Edinson Cavani betri en Fernando Torres hjá Liverpool.

Fótbolti

Pierluigi Casiraghi hættur með 21 árs landslið Ítala

Ítalska 21 árs landsliðinu tókst ekki að komast í úrslitakeppni EM eins og því íslenska og það voru mikil vonbrigði fyrir ítalska knattspyrnu. Pierluigi Casiraghi, þjálfari ítalska 21 árs liðsins, hefur í kjölfarið hætt sem þjálfari liðsins.

Fótbolti

Redknapp: Ekki hægt að finna betri vinstri vængmann í heiminum

„Við vorum komnir í mikil vandræði þegar við vorum lentir 4-0 undir og þetta hefði getað endað mjög illa. Við hefðum alveg getað endað með sjö, átta eða níu marka tap með tíu menn á móti Inter Milan," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham eftir 3-4 tap liðsins á móti Inter í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti

Íslandsmeistarar Vals áfram með fullt hús

Valskonur unnu öruggan ellefu marka sigur á HK, 30-19, í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en Valur er því ásamt Fram eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sína leiki. Framkonur hafa þó leikið leik fleiri og eru því með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistarana.

Handbolti

Kýpur féll um 45 sæti

Staða Kýpurs versnaði til mikilla muna þegar nýr styrkleikalisti Alþjóða knattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun.

Fótbolti

Hlynur með þriðju tvennuna í röð í sigri Sundsvall

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson átti báðir góðan leik í kvöld þegar Sundsvall Dragon vann þrettán stiga sigur á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 78-65. Þetta var annar sigur Sundsvall í þremur leikjum í sænsku deildinni en Uppsala hefur unnið einn leik og tapað hinum tveimur.

Körfubolti

Purslow hættir hjá Liverpool

Christian Purslow mun hætta sem framkvæmdastjóri félagsins á næstu dögum. Hann yfirgefur þó ekki félagið strax heldur verður hann hinum nýju eigendum félagsins innan handar til að byrja með.

Enski boltinn

Malbikið á nýrri braut ekki vandamál segir hönnuðurinn Tilke

Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál.

Formúla 1