Sport

Red Bull mun ekki hagræða úrslitum í titilslag ökumanna

Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi.

Formúla 1

Vettel stoltur af titli Red Bull

Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju

Formúla 1

Sævaldur: Erum að byggja upp nýtt lið

„Breiðablik teflir fram mjög breyttu liði frá síðustu leiktíð og við gáfum yngri leikmönnunum tækifæri á að spreyta sig í dag. Við erum að byggja upp nýtt lið,“ segir Sævaldur Bjarnason, þjálfari Breiðabliks, sem beið lægri hlut fyrir Tindastól, 49-78 í 32-liða úrslitum Powerade-bikarins.

Körfubolti

Tindastóll áfram í bikarnum

Tindastóll vann í kvöld sigur á 1. deildarliði Breiðabliks í 32-liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla, 78-49. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls á tímabilinu.

Körfubolti

Létt hjá Barcelona

Barcelona vann í kvöld góðan 3-1 sigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni og hélt þar með perssu á Real Madrid.

Fótbolti

Sögulegt tímabil hjá Rosenborg

Rosenberg fór í gegnum tímabilið í norsku úrvalsdeildinni í sumar án þess að tapa leik. Það er í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist en tímabilinu lauk í dag.

Fótbolti

Öruggt hjá Fylki

Fylkir vann öruggan sigur á Gróttu, 32-23, í N1-deild kvenna í dag, og er nú með átta stig í fjórða sæti deildarinnar.

Handbolti

Vettel fagnaði í Brasilíu

Red Bull vann tvöfaldan sigur í brasilíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber komu fyrstir í mark í dag. Það dugði til að tryggja liðinu heimsmeistaratitilinn í flokki bílasmiða.

Formúla 1

Wenger: Úrslit dagins eru mikil vonbrigði

Arsene Wenger er allt annað en sáttur með lærisveina sína í Arsenal sem töpuðu mjög óvænt á heimavelli gegn nýliðum Newcastle í dag. Það var Andy Carroll sem skoraði eina mark leiksins og hefur Wenger áhyggjur af frammistöðu liðsins á heimavelli.

Enski boltinn

FCK hefndi fyrir bikartapið

FCK vann í dag auðveldan 4-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og hefndi þar með fyrir óvænt tap fyrir liðinu í bikarkeppninni í síðasta mánuði.

Fótbolti

Roma hafði betur gegn nágrönnunum í Lazio

Það var sannkallaður nágrannaslagur þegar Lazio og Roma mættust á Ólympíuleikvangnum í Róm í dag. Roma hafði betur gegn toppliði Lazio, 0-2, og voru það Marco Borriello og Mirko Vucinic sem skoruðu mörkin í síðari hálfleik.

Fótbolti

Drogba á bekknum gegn Liverpool – Torres og Gerrard byrja

Liverpool og Chelsea mætast í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur farið afleitlega af stað í ensku deildinni í vetur en hafa verið að leika betur á undanförnum vikum. Þeir höfðu betur gegn Napoli í Evrópudeildinni á fimmtudag þar sem Steven Gerrard skoraði þrennu.

Enski boltinn

Frækinn sigur Newcastle gegn Arsenal á Emirates

Newcastle vann frækinn sigur á Arsenal, 0-1, á Emirates vellinum í dag og kemst fyrir vikið upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal voru miklu mun betri í leiknum en náðu ekki að skapa sér mörg færi gegn sterki vörn nýliðanna.

Enski boltinn