Red Bull mun ekki hagræða úrslitum í titilslag ökumanna 7. nóvember 2010 22:12 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner fögnuðu titli bílasmiða og sigri í Brasilíu í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner. Mest lesið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner.
Mest lesið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Missti af öllu tímabilinu vegna salatsáts Sport Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira