Vettel stoltur af titli Red Bull 7. nóvember 2010 21:43 Sebastian fagnar sigri í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi.
Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira