Sport

McDonald leggur flautuna á hilluna

Dougie McDonald er hættur að dæma í Skotlandi en atvik sem kom upp í leik sem hann dæmdi fyrr í haust átti stóran þátt í því að dómarar ákváðu að fara í verkfall nú um helgina.

Fótbolti

Snæfell lagði Stjörnuna

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Snæfells komust á topp deildarinnar með sigri á Stjörnunni á heimavelli, 114-96.

Körfubolti

Enn tapaði TCU

Helena Sverrisdóttir skoraði tíu stig fyrir TCU sem tapaði fyrir Virginia á æfingamóti á bandarísku Jómfrúaeyjunum í gær.

Körfubolti

Albuquerque kátur að sjá við tveimur heimsmeisturum

Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum.

Formúla 1

Sol Campbell sáttur með stigið

Sol Campbell, varnarmaður Newcastle, var ánægður eftir að hafa leikið sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni fyrir félagið. Hann stóð sig vel í 1-1 jafntefli gegn Englandsmeisturum Chelsea í dag.

Enski boltinn

Svavar aftur í búninginn hjá Tindastóli

Þrír leikir eru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:30. Snæfell tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Stykkishólmi, á Ísafirði heimsækir Keflavík lið KFÍ og á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Fjölnir.

Körfubolti

Óvæntur sigurvegari í kappakstursmóti meistaranna

Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari.

Formúla 1