Handbolti

Björgvin Páll tryggði Schaffhausen fyrsta sigurinn í Meistaradeild Evrópu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson var hetja Kadetten Schaffhausen í dag. Hér fagnar hann með félögum sínum eftir leikinn í dag.
Björgvin Páll Gústavsson var hetja Kadetten Schaffhausen í dag. Hér fagnar hann með félögum sínum eftir leikinn í dag. Mynd/AP

Kadetten Schaffhausen vann í dag sinn fyrsta sigur í C-riðli Meistaradeildar Evópu gegn Dinamo Minsk á erfiðum útivelli í Hvíta-Rússlandi, 32-31.

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var hetja sinna manna þar sem að hann varði síðasta skotið í leiknum frá heimamönnum þegar tvær sekúndur voru til leiksloka.

Með sigrinum komst Schaffhausen í þrjú stig og er í fimmta sæti deildarinnar. Liðið á í harðri baráttu við Álaborg, lið Ingimundar Ingimundarsonar, um fjórða sætið í riðlinum. Álaborg er með fjögur stig en Schaffhausen á leik til góða.

Alls komast fjögur lið áfram úr riðlinum í 16-liða úrslitin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×