Sport

Ísland tapaði fyrir Svíþjóð og mætir Noregi á morgun

Svíþjóð vann Ísland 31-26 í Heimsbikarnum í handbolta í kvöld. Sænska liðið var 19-14 yfir í hálfleik. Það er því ljóst að Ísland mun leika gegn Noregi um þriðja sætið á mótinu á morgun en heimamenn í Svíþjóð leika gegn Dönum í úrslitum.

Handbolti

Ashley Cole og Nicolas Anelka verða hvíldir á morgun

Ashley Cole og Nicolas Anelka fóru ekki með Chelsea til Marseille þar sem að liðið mætir heimamönnum í lokaleik riðilakeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Leikurinn skiptir ekki miklu máli því það er þegar ljóst að Chelsea-liðið vinnur riðilinn og Marseill fylgir þeim í 16 liða úrslitin.

Enski boltinn

Danir í úrslit Heimsbikarsins

Danir munu spila í úrslitum Heimsbikarsins í handbolta eftir sigur á Norðmönnum, 36-31, í Halmstad í dag. Staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Dani.

Handbolti

Koscielny í lagi eftir allt saman en Djourou verður ekki með

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var alltof fljótur á sér að afskrifa Laurent Koscielny eftir heilahristinginn hans um síðustu helgi. Koscielny átti að vera frá fram á nýtt ár en Frakkinn stóðst hinsvegar læknisskoðun í dag og verður því með á móti Partizan Belgrad í Meistaradeildinni á morgun.

Fótbolti

Halldór mætir sínum gömlu félögum í fyrsta leiknum með Val

Það er búið að skipta liðunum upp í riðla á Reykjavíkurmótinu 2011 hjá meistaraflokki karla en níu félög taka þátt í mótinu sem hefst um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í karlaflokki hefjist 13. janúar en hjá konunum 22. janúar en það má finna drög að niðurröðun inn á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Shearer hefur áhuga á því að taka við Newcastle

Alan Shearer hefur áhuga á því að taka aftur við liði Newcastle en félagið leitar nú að nýjum stjóra eftir að Chris Hughton var óvænt rekinn í gær. Það þykja mesta líkur á því að Martin Jol eða Alan Pardew verði ráðnir en Newcastle ætlar að reyna að ganga frá nýjum stjóra fyrir helgi.

Enski boltinn

EM: Farangur króatíska landsliðsins týndist

Íslenska kvennalandsliðið mætir því króatíska í kvöld í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Danmörku og Noregi. Króatía lék tvo æfingaleiki í Svíþjóð um helgina en liðið varð fyrir því óláni að farangur þess týndist á leiðinni til Svíþjóðar.

Handbolti

Roy Hodgson vill fá Ronaldinho til Liverpool

Brasilíumaðurinn Ronaldinho gæti verið á leiðinni á Anfield næsta sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu í morgun. Itasportpress heldur því fram að hinn þrítugi fyrrum besti knattspyrnumaður heims sé á óskalistanum hjá Roy Hodgson.

Enski boltinn

Carlos Tevez ætlar að sigrast á heimþránni

Carlos Tevez, argentínski framherjinn snjalli hjá Manchester City, ætlar ekkert að hætta að spila í Englandi þrátt fyrir það að vera þjáður af mikilli heimþrá. Tevez segist ætla að spila með City næstu árin og standa við gerðan samning.

Enski boltinn

Flottustu mörk helgarinnar í enska boltanum - myndband

Það má finna öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni inn á Vísi en þar er einnig að finna val ensku úrvalsdeildarinnar á besta leikmanni og flottustu mörkum hverrar helgar. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að Arsenal-maðurinn Samir Nasri er efstur á báðum listum eftir nýliðna helgi.

Enski boltinn

Engin kreppa hjá Tiger Woods sem flytur bráðlega í 6 milljarða kr. hús

Það eru engin kreppumerki á nýju heimili Tiger Woods sem bráðlega verður fullbyggt en það stendur við strandlengjuna í Flórída. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð og í garðinum er Woods með fjórar fullkomnar æfingaflatir og getur hann einnig slegið með drævernum á "æfingasvæðinu" í bakgarðinum.

Golf

Nolan, fyrirliði Newcastle: Leikmennirnir í sjokki

Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle, segir að leikmenn liðsins séu í sjokki eftir að stjórinn Chris Hughton var rekinn frá félaginu í gær. Hughton þótti ekki nógu reynslumikill stjóri en hann hafði komið liðnu upp í úrvalsdeildina á ný og liðið er sem stendur í 12. sæti í henni.

Enski boltinn

NBA: Fimmti sigur Miami-liðsins í röð

Miami Heat virðist vera loksins komið í gang í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Chicago Bulls vann Oklahoma City Thunder, Atlanta Hawks vann Orlando Magic og sigurganga New York Knicks heldur áfram.

Körfubolti

Liverpool ætlar að stofna knattspyrnuskóla í Indónesíu

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool ætlar að koma sér inn á Asíu-markaðinn með því að stofna knattspyrnuskóla í Indónesíu á næsta ári. Ian Rush mun fara til Indónesíu í þessari viku til þess að ganga frá öllum málum. Fótbolti er mjög vinsæll í landinu þrátt fyrir slakan árangur landsliðsins en Indónesía er 25 sætum neðar en Ísland á heimslistanum.

Enski boltinn