EM: Svartfellingar lögðu heimsmeistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 7. desember 2010 18:47 Bojana Popovic fagnar einu níu marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Rússa, 24-22, í fyrsta leik B-riðils á EM í Danmörku og Noregi. Liðin leika með Íslandi í riðli og voru fyrirfram talin tvö sterkustu lið riðilsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og síðustu mínúturnar reyndust afar spennandi. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta eign Rússana. Þeir byruðu strax á því að taka Bojönu Popovic, eina bestu handknattleikskonu heims, úr umferð. En Svartfellingar gátu brugðist við því og komust í 7-5 forystu. En þá skellti rússneska vörnin í lás og Maria Sidorova markvörður fór algerlega á kostum. Rússar skoruðu sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þrátt fyrir þessa yfirburði ákvað Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari rússneska liðsins, að skipta hálfu byrjunarliðinu af velli þegar best gekk. Það veikti þó rússneska liðið ekki neitt og liðið mallaði áfram eins og vel smurð vél. Sidorova varði tíu mörk í fyrri hálfleik og það virtist ekki mikið annað í kortunum en áframhaldandi yfirburðir Rússar í síðari hálfleik, sérstaklega þar sem sóknarleikur Svartfellinga var í molum undir lok hálfeiksins. Annað átti eftir að koma á daginn.Koroleva tekur skot að marki Svartfellinga.Nordic Photos / AFPRússar hættu að taka Popovic úr umferð og Svartfellingar náðu að spila miklu betri sóknarleik. Vörn og markvarsla varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á leikinn og allt í einu voru Svartfellingar komnir yfir, 19-18, eftir að hafa skorað sjö mörk í röð. Allt var í járnum síðustu mínútur leiksins og jafnt á öllum tölum. Þar til að tvær mínútur voru eftir og Svartfellingum tókst að skora tvö mörk í röð. Tíminn reyndist of naumur fyrir Rússana og hélt Popovic upp á sigurinn með því að skora af rúmlega tíu metra færi um leið og leiktíminn rann út. Markvörðurinn Sonja Barjaktarovic var þó besti leikmaður Svartfellinga en hún fór mikinn í síðari hálfleik og varði tíu skot, þar af fjölmörg dauðafæri.Svartfellingar taka hér sóknarmann Rússa föstum tökum.Nordic Photos / AFPStærsti munurinn á liðunum var ef til vill það sem sneri að leikgleðinni. Á meðan að Svartfellingar fögnuðu nánast hverju einasta marki, bæði inn á vellinum sem og á bekknum, stökk þeim rússnesku varla bros allan leikinn. Og alltaf var Trefilov þjálfari kolbrjálaður á hliðarlínunni, sama hvort liðinu gekk vel eða ekki. Enda fór það þannig að mikill fögnuður braust út meðal Svartfellinga eftir leikinn, enda lögðu þeir sjálfa heimsmeistarana að velli og eiga nú góðan möguleika á því að tryggja sér toppsæti riðilsins.Svartfjallaland - Rússland 24 - 22 (10 - 15)Mörk Svartfjallalands (skot): Bojana Popovic 9/3 (15/3), Jovanka Radicevic 4 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Maja Savic 2 (5), Majda Mehmedovic 2 (5), Milena Knezevic 2 (5), Ana Radovic 1 (1), Suzana Lazovic 1 (4).Varin skot: Sonja Barjaktarovic 15 (36/1, 42%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 4 (Radicevic 1, Popovic 1, Mehmedovic 1, Knezevic 1).Fiskuð víti: 3 (Bulatovic 2, Radicevic 1).Utan vallar: 8 mínútur. Rautt: Knezevic.Mörk Rússlands (skot): Polina Kuznetcova 4 (4), Turey Emilya 4/2 (4/2), Anna Sen 3 (4), Olga Levina 3 (6), Anna Kochetova 2 (4), Ekaterina Davydenko 2 (5), Kseniya Makeeva 1 (2), Ekaterina Vetkova 1 (3), Tatiana Khmyrova 1 (3), Olga Chernoivanenko 1 (4), Marina Yartseva (1), Victoria Zhilinskayte (1), Oxana Koroleva (2).Varin skot: Maria Sidorova 17 (34/2, 50%), Anna Sedoykina 3 (10/1, 30%).Hraðaupphlaup: 8 (Levina 2, Emilya 2, Kuznetcova 1, Kochetova 1, Makeeva 1, Sen 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Chernoivanenko 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Csaba Kekes og Pal Kekes, Ungverjalandi. Handbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Rússa, 24-22, í fyrsta leik B-riðils á EM í Danmörku og Noregi. Liðin leika með Íslandi í riðli og voru fyrirfram talin tvö sterkustu lið riðilsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og síðustu mínúturnar reyndust afar spennandi. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta eign Rússana. Þeir byruðu strax á því að taka Bojönu Popovic, eina bestu handknattleikskonu heims, úr umferð. En Svartfellingar gátu brugðist við því og komust í 7-5 forystu. En þá skellti rússneska vörnin í lás og Maria Sidorova markvörður fór algerlega á kostum. Rússar skoruðu sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þrátt fyrir þessa yfirburði ákvað Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari rússneska liðsins, að skipta hálfu byrjunarliðinu af velli þegar best gekk. Það veikti þó rússneska liðið ekki neitt og liðið mallaði áfram eins og vel smurð vél. Sidorova varði tíu mörk í fyrri hálfleik og það virtist ekki mikið annað í kortunum en áframhaldandi yfirburðir Rússar í síðari hálfleik, sérstaklega þar sem sóknarleikur Svartfellinga var í molum undir lok hálfeiksins. Annað átti eftir að koma á daginn.Koroleva tekur skot að marki Svartfellinga.Nordic Photos / AFPRússar hættu að taka Popovic úr umferð og Svartfellingar náðu að spila miklu betri sóknarleik. Vörn og markvarsla varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á leikinn og allt í einu voru Svartfellingar komnir yfir, 19-18, eftir að hafa skorað sjö mörk í röð. Allt var í járnum síðustu mínútur leiksins og jafnt á öllum tölum. Þar til að tvær mínútur voru eftir og Svartfellingum tókst að skora tvö mörk í röð. Tíminn reyndist of naumur fyrir Rússana og hélt Popovic upp á sigurinn með því að skora af rúmlega tíu metra færi um leið og leiktíminn rann út. Markvörðurinn Sonja Barjaktarovic var þó besti leikmaður Svartfellinga en hún fór mikinn í síðari hálfleik og varði tíu skot, þar af fjölmörg dauðafæri.Svartfellingar taka hér sóknarmann Rússa föstum tökum.Nordic Photos / AFPStærsti munurinn á liðunum var ef til vill það sem sneri að leikgleðinni. Á meðan að Svartfellingar fögnuðu nánast hverju einasta marki, bæði inn á vellinum sem og á bekknum, stökk þeim rússnesku varla bros allan leikinn. Og alltaf var Trefilov þjálfari kolbrjálaður á hliðarlínunni, sama hvort liðinu gekk vel eða ekki. Enda fór það þannig að mikill fögnuður braust út meðal Svartfellinga eftir leikinn, enda lögðu þeir sjálfa heimsmeistarana að velli og eiga nú góðan möguleika á því að tryggja sér toppsæti riðilsins.Svartfjallaland - Rússland 24 - 22 (10 - 15)Mörk Svartfjallalands (skot): Bojana Popovic 9/3 (15/3), Jovanka Radicevic 4 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Maja Savic 2 (5), Majda Mehmedovic 2 (5), Milena Knezevic 2 (5), Ana Radovic 1 (1), Suzana Lazovic 1 (4).Varin skot: Sonja Barjaktarovic 15 (36/1, 42%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 4 (Radicevic 1, Popovic 1, Mehmedovic 1, Knezevic 1).Fiskuð víti: 3 (Bulatovic 2, Radicevic 1).Utan vallar: 8 mínútur. Rautt: Knezevic.Mörk Rússlands (skot): Polina Kuznetcova 4 (4), Turey Emilya 4/2 (4/2), Anna Sen 3 (4), Olga Levina 3 (6), Anna Kochetova 2 (4), Ekaterina Davydenko 2 (5), Kseniya Makeeva 1 (2), Ekaterina Vetkova 1 (3), Tatiana Khmyrova 1 (3), Olga Chernoivanenko 1 (4), Marina Yartseva (1), Victoria Zhilinskayte (1), Oxana Koroleva (2).Varin skot: Maria Sidorova 17 (34/2, 50%), Anna Sedoykina 3 (10/1, 30%).Hraðaupphlaup: 8 (Levina 2, Emilya 2, Kuznetcova 1, Kochetova 1, Makeeva 1, Sen 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Chernoivanenko 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Csaba Kekes og Pal Kekes, Ungverjalandi.
Handbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira